Gunnar eða GVA eins og hann er betur þekktur sem starfaði sem fréttaljósmyndari frá árinu 1966 til 2018 þegar hann settir í helgan stein þann 1.maí.
GVA hefur myndað helstu atburði Íslandssögunnar á þessum rúmlega fimmtíu árum. Fyrsta forsíðumynd Gunnars birtist í Tímanum í júní 1966.
„Við erum búin að finna okkur íbúð í svona fimmtíu plús fjölbýlishúsi. Þessi eign hefur þá kosti að uppfylla mínar gömlu óskir að vera nálægt sundlauginni og golfvellinum,“ segir Gunnar sem fer í sund á hverjum einasta morgni og hefur gert það í marga áratugi.
„Það er mitt áhugamál númer 1,2 og þrjú. Það gerir ég til að viðhalda gömlum kroppi. Ég held því fram að sund sé besta íþrótt fyrir gamlan kropp sem til er,“ segir Gunnar en þau hjónin hafa búið í Grenibyggð í sautján ár.
„Þetta er mjög gott hús með ágætis garðholu. Svo er þetta í námunda við eitt fallegasta göngusvæði á stór Reykjavíkursvæðinu sem er í kringum Reykjalund og Varmá,“ segir Gunnar sem mun færa sig yfir í Klappahlíð.
„Að komast svona nálægt golfvellinum og sundlauginni er draumur og ég verð mjög hamingjusamur með það ef þetta gengur upp.“
Húsið við Grenibyggð er 136 fermetrar og var húsið byggt árið 1990. Ásett verð er 66,9 milljónir en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.





