Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2019 13:08 Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Þetta er í þriðja sinn sem Kauphöllin tekur þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Viðburðurinn var í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að þó að margt hafi áunnist í réttindamálum kvenna sé ennþá margt sem þurfi að berjast fyrir.Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Kröfuganga hefst klukkan fjögur frá Gamla bíó en skipuleggjendur eru Efling og Menningar-og friðarsamtökin MFÍK. Þar á að samstöðu og styðja við láglaunakonur í verkfalli. Genginn verður hringur framhjá stærstu hótelum í miðbænum og endað aftur í Gamla bíó þar sem hátíðar- og baráttudagskrá hefst klukkan fimm. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri hér á landi. „Það stóra sem er að gerast í dag er kvennaverkfall. Alvöru verkfall þar sem konur á lægstu launum í landinu eru að rísa upp og verða með útifund klukkan tólf og á sama tíma verða birtar niðurstöður úr rannsókn um áfallasögu kvenna á Íslandi. Hún segir að sífellt fleiri haldi daginn hátíðlegan en þetta sé bæði dagur til að fagna sigrum en líka til að minnast þess hvar þurfi áfram að berjast. „Við þurfum að berjast gegn ofbeldi á konum. Fyrir því að þær geti lifað á sínum launum og fyrir aðgengi fatlaðra kvenna. Þá þarf að berjast fyrir réttindum kvenna að erlendum uppruna. Við viljum meira jafnrétti í landinu, þetta skiptir okkur máli og snertir okkur öll,“ segir Fríða Rós. Jafnréttismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Þetta er í þriðja sinn sem Kauphöllin tekur þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Viðburðurinn var í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að þó að margt hafi áunnist í réttindamálum kvenna sé ennþá margt sem þurfi að berjast fyrir.Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Kröfuganga hefst klukkan fjögur frá Gamla bíó en skipuleggjendur eru Efling og Menningar-og friðarsamtökin MFÍK. Þar á að samstöðu og styðja við láglaunakonur í verkfalli. Genginn verður hringur framhjá stærstu hótelum í miðbænum og endað aftur í Gamla bíó þar sem hátíðar- og baráttudagskrá hefst klukkan fimm. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri hér á landi. „Það stóra sem er að gerast í dag er kvennaverkfall. Alvöru verkfall þar sem konur á lægstu launum í landinu eru að rísa upp og verða með útifund klukkan tólf og á sama tíma verða birtar niðurstöður úr rannsókn um áfallasögu kvenna á Íslandi. Hún segir að sífellt fleiri haldi daginn hátíðlegan en þetta sé bæði dagur til að fagna sigrum en líka til að minnast þess hvar þurfi áfram að berjast. „Við þurfum að berjast gegn ofbeldi á konum. Fyrir því að þær geti lifað á sínum launum og fyrir aðgengi fatlaðra kvenna. Þá þarf að berjast fyrir réttindum kvenna að erlendum uppruna. Við viljum meira jafnrétti í landinu, þetta skiptir okkur máli og snertir okkur öll,“ segir Fríða Rós.
Jafnréttismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira