Þættirnir hafa vægast sagt slegið í gegn á Netflix og unnu þeir meðal annars tvö Emmy-verðlaun á síðasta ári. Þættirnir eru endurgerð af hinum vinsælu Queer Eye for the Straight Guy sem slógu í gegn árið 2003 og voru sýndir til ársins 2007.
Á YouTube-síðu Vanity Fair má sjá heldur skemmtilegt innslag þar sem drengirnir fimm þurftu allir að svara krefjandi spurningum og það í sambandi við lygamæli.
Útkoman vægast sagt spaugileg eins og sjá má hér að neðan.