Apahljóðin voru til þess að sýna virðingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2019 09:30 Lukaku skorar hér úr vítinu undir apahljóðunum. vísir/getty Ein furðulegasta yfirlýsing síðari tíma kom frá stuðningsmannahópi ítalska félagsins Inter í dag þar sem þeir verja apahljóðin hjá stuðningsmönnum Cagliari í garð Romelu Lukaku, framherja Inter. Lukaku tryggði Inter sigur á Cagliari um síðustu helgi með marki úr vítaspyrnu en á meðan hann tók spyrnuna voru stuðningsmenn Cagliari með apahljóð. Hreinn og klár rasismi enda horfði Lukaku reiður upp í stúku eftir að hafa skorað. Stuðningsmannahópurinn Curva Nord hefur sent Lukaku opið bréf og varið þessa hegðun stuðningsmanna andstæðinganna sem þeir segja að sé ekki rasismi. „Ítalskir áhorfendur eru ekki rasistar og okkur þykir miður að þú hafir upplifað þetta atvik sem rasisma. Þú verður að skilja að Ítalía er ekki eins og lönd í Norður-Evrópu þar sem rasismi er raunverulegt vandamál,“ skrifaði hópurinn á Facebook. „Við skiljum að þú hafir upplifað þetta atvik sem kynþáttaníð en það er ekki þannig. Á Ítalíu notum við alls konar aðferðir til þess að hjálpa liðunum okkar og gera andstæðinginn stressaðan. Þessi hegðun til þín var því virðing þar sem þeir óttuðust að þú myndir skora. Það hefur ekkert að gera með að þeir hati þig og séu rasistar.“ Það er ekkert annað. Yfirmenn Cagliari hafa hótað því að finna þessa áhorfendur og setja þá í bann. Þessi hegðun sé ekki ásættanleg. Kynþáttaníð á ítölskum völlum hefur verið mikið í umræðunni síðasta árið enda virðast hlutirnir breytast hægt þar í landi. Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Lukaku varð fyrir rasisma er hann skoraði úr vítaspyrnu í sigri Inter Skammarlega uppákoma hjá stuðningsmönnum Cagliari í kvöld. 1. september 2019 20:49 Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Franski heims- og Evrópumeistarinn fordæmir ummæli Leonardos Bonucci. 5. apríl 2019 16:45 Cagliari verður ekki refsað fyrir rasisma stuðningsmanna Ítalska knattspyrnusambandið ætlar ekkert að aðhafast vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Cagliari þó svo sambandið viðurkenni að stuðningsmennirnir hafi verið með níð í garð Moise Kean, leikmanns Juventus. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Ein furðulegasta yfirlýsing síðari tíma kom frá stuðningsmannahópi ítalska félagsins Inter í dag þar sem þeir verja apahljóðin hjá stuðningsmönnum Cagliari í garð Romelu Lukaku, framherja Inter. Lukaku tryggði Inter sigur á Cagliari um síðustu helgi með marki úr vítaspyrnu en á meðan hann tók spyrnuna voru stuðningsmenn Cagliari með apahljóð. Hreinn og klár rasismi enda horfði Lukaku reiður upp í stúku eftir að hafa skorað. Stuðningsmannahópurinn Curva Nord hefur sent Lukaku opið bréf og varið þessa hegðun stuðningsmanna andstæðinganna sem þeir segja að sé ekki rasismi. „Ítalskir áhorfendur eru ekki rasistar og okkur þykir miður að þú hafir upplifað þetta atvik sem rasisma. Þú verður að skilja að Ítalía er ekki eins og lönd í Norður-Evrópu þar sem rasismi er raunverulegt vandamál,“ skrifaði hópurinn á Facebook. „Við skiljum að þú hafir upplifað þetta atvik sem kynþáttaníð en það er ekki þannig. Á Ítalíu notum við alls konar aðferðir til þess að hjálpa liðunum okkar og gera andstæðinginn stressaðan. Þessi hegðun til þín var því virðing þar sem þeir óttuðust að þú myndir skora. Það hefur ekkert að gera með að þeir hati þig og séu rasistar.“ Það er ekkert annað. Yfirmenn Cagliari hafa hótað því að finna þessa áhorfendur og setja þá í bann. Þessi hegðun sé ekki ásættanleg. Kynþáttaníð á ítölskum völlum hefur verið mikið í umræðunni síðasta árið enda virðast hlutirnir breytast hægt þar í landi.
Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Lukaku varð fyrir rasisma er hann skoraði úr vítaspyrnu í sigri Inter Skammarlega uppákoma hjá stuðningsmönnum Cagliari í kvöld. 1. september 2019 20:49 Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Franski heims- og Evrópumeistarinn fordæmir ummæli Leonardos Bonucci. 5. apríl 2019 16:45 Cagliari verður ekki refsað fyrir rasisma stuðningsmanna Ítalska knattspyrnusambandið ætlar ekkert að aðhafast vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Cagliari þó svo sambandið viðurkenni að stuðningsmennirnir hafi verið með níð í garð Moise Kean, leikmanns Juventus. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30
Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00
Lukaku varð fyrir rasisma er hann skoraði úr vítaspyrnu í sigri Inter Skammarlega uppákoma hjá stuðningsmönnum Cagliari í kvöld. 1. september 2019 20:49
Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Franski heims- og Evrópumeistarinn fordæmir ummæli Leonardos Bonucci. 5. apríl 2019 16:45
Cagliari verður ekki refsað fyrir rasisma stuðningsmanna Ítalska knattspyrnusambandið ætlar ekkert að aðhafast vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Cagliari þó svo sambandið viðurkenni að stuðningsmennirnir hafi verið með níð í garð Moise Kean, leikmanns Juventus. 15. maí 2019 09:00