Sveiflan allsráðandi næstu daga í borginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2019 08:45 Hilmar hefur spilað með flestum íslenskum einstaklingum í jazzheiminum á Íslandi. Í kvöld er hann einn á ferð. Einleikstónleikar eru ekki daglegt brauð hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara en í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur heldur hann slíka tónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 21.15 á efri hæð Listasafns Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Tónlistin verður öll frumsamin. „Ég sem töluvert mikið, og hef alltaf gert, þannig að það er af ýmsu að taka,“ segir hann og hefur fulla trú á að kvöldið verði skemmtilegt. Sveiflan verður allsráðandi næstu daga í borginni. Tónleikar Hilmars eru einir af sex á dagskrá jazzhátíðarinnar í kvöld í Listasafni Íslands, að lokinni setningu hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan 17. Hilmar er reyndar ansi upptekinn þessa dagana því hann kennir við þrjá skóla sem allir eru að hefja vetrarstarfið, Menntaskólinn í tónlist, Listaháskólinn og Tónlistarskóli FÍH. „Líf mitt er dálítið upptekið af að púsla saman eigin stundatöflu í kennslunni en ég hef reynt að æfa mig fyrir tónleikana þess á milli.“ Sex ára kveðst Hilmar fyrst hafa tekið upp gítarinn og lært fyrstu gripin hjá föður sínum, Jens Þórissyni augnlækni. „Síðan hófst bara formlegt nám um tólf ára aldurinn og ég hef ekki hætt síðan. Hef spilað með ansi mörgum sveitum þegar allt er talið, það hleypur á einhverjum tugum.“ Hann segir þær hljómsveitir flestar starfa erlendis og með þeim hafi hann farið í tónleikaferðir vítt og breitt bæði um Evrópu og Bandaríkin. „Ég hef ekki verið í mörgum íslenskum sveitum en hins vegar spilað með ótal einstaklingum, flestum sem eitthvað hafa verið í jazzheiminum hér á landi. Mest þó með Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.“ Hilmar segir alltaf gaman að vera með sólótónleika en krefjandi líka. „Slík tækifæri koma ekkert oft en þau eru bara kærkomin.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Einleikstónleikar eru ekki daglegt brauð hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara en í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur heldur hann slíka tónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 21.15 á efri hæð Listasafns Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Tónlistin verður öll frumsamin. „Ég sem töluvert mikið, og hef alltaf gert, þannig að það er af ýmsu að taka,“ segir hann og hefur fulla trú á að kvöldið verði skemmtilegt. Sveiflan verður allsráðandi næstu daga í borginni. Tónleikar Hilmars eru einir af sex á dagskrá jazzhátíðarinnar í kvöld í Listasafni Íslands, að lokinni setningu hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan 17. Hilmar er reyndar ansi upptekinn þessa dagana því hann kennir við þrjá skóla sem allir eru að hefja vetrarstarfið, Menntaskólinn í tónlist, Listaháskólinn og Tónlistarskóli FÍH. „Líf mitt er dálítið upptekið af að púsla saman eigin stundatöflu í kennslunni en ég hef reynt að æfa mig fyrir tónleikana þess á milli.“ Sex ára kveðst Hilmar fyrst hafa tekið upp gítarinn og lært fyrstu gripin hjá föður sínum, Jens Þórissyni augnlækni. „Síðan hófst bara formlegt nám um tólf ára aldurinn og ég hef ekki hætt síðan. Hef spilað með ansi mörgum sveitum þegar allt er talið, það hleypur á einhverjum tugum.“ Hann segir þær hljómsveitir flestar starfa erlendis og með þeim hafi hann farið í tónleikaferðir vítt og breitt bæði um Evrópu og Bandaríkin. „Ég hef ekki verið í mörgum íslenskum sveitum en hins vegar spilað með ótal einstaklingum, flestum sem eitthvað hafa verið í jazzheiminum hér á landi. Mest þó með Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.“ Hilmar segir alltaf gaman að vera með sólótónleika en krefjandi líka. „Slík tækifæri koma ekkert oft en þau eru bara kærkomin.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira