Um var að ræða tilraunaverkefni Bolungarvíkur í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða. Voru grísirnir fengnir til þess að éta kerfil í bænum en kerfilinn hefur verið mikil plága í Bolungarvík. Heimili grísanna var í sunnanverðum Hólnum, rétt fyrir neðan Hólskirkju.
Bæjarstjórinn greinir frá því að Glóð og Gná hafi fengið heimili á bóndabæ í Ísafjarðardjúpi eftir að hafa sinnt störfum sínum af mikilli prýði.