McIlroy 15 milljónum Bandaríkjadala ríkari eftir að hafa orðið FedEx-meistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2019 22:47 McIlroy glaðbeittur með bikarinn. vísir/getty Rory McIlroy vann í dag sigur á TOUR Championship-mótinu á PGA-mótaröðinni. Þar með varð Norður-Írinn FedEx stigameistari 2019. Fyrir sigurinn fær McIlroy 15 milljónir Bandaríkjadala. McIlroy varð einnig FedEx-meistari fyrir þremur árum.Return of the Rors!@McIlroyRory is now a two-time #FedExCup champion#LiveUnderParpic.twitter.com/wWfnADXGLV — TOUR Championship (@playofffinale) August 25, 2019 Fyrir lokahringinn í dag var McIlroy einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Brooks Koepka, efsta manni heimslistans. Koepka gerði stór mistök þegar hann fékk tvöfaldan skolla á 7. holu. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði í 3. sæti á 13 höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. McIlroy lék hins vegar vel í dag. Hann fékk sex fugla og tvo skolla og lék á fjórum höggum undir pari. Hann lauk keppni á 18 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Bandaríkjamanninum Xander Schauffele sem varð annar.That's a big trophy, @McIlroyRory. The #FedExCup.pic.twitter.com/SiQB20dqo5 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2019 Englendingurinn Paul Casey endaði í 5. sæti á níu höggum undir pari og Ástralinn Adam Scott lyfti sér upp í 6. sætið með góðri spilamennsku í dag. Hann lauk keppni á átta höggum undir pari. Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy vann í dag sigur á TOUR Championship-mótinu á PGA-mótaröðinni. Þar með varð Norður-Írinn FedEx stigameistari 2019. Fyrir sigurinn fær McIlroy 15 milljónir Bandaríkjadala. McIlroy varð einnig FedEx-meistari fyrir þremur árum.Return of the Rors!@McIlroyRory is now a two-time #FedExCup champion#LiveUnderParpic.twitter.com/wWfnADXGLV — TOUR Championship (@playofffinale) August 25, 2019 Fyrir lokahringinn í dag var McIlroy einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Brooks Koepka, efsta manni heimslistans. Koepka gerði stór mistök þegar hann fékk tvöfaldan skolla á 7. holu. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði í 3. sæti á 13 höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. McIlroy lék hins vegar vel í dag. Hann fékk sex fugla og tvo skolla og lék á fjórum höggum undir pari. Hann lauk keppni á 18 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Bandaríkjamanninum Xander Schauffele sem varð annar.That's a big trophy, @McIlroyRory. The #FedExCup.pic.twitter.com/SiQB20dqo5 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2019 Englendingurinn Paul Casey endaði í 5. sæti á níu höggum undir pari og Ástralinn Adam Scott lyfti sér upp í 6. sætið með góðri spilamennsku í dag. Hann lauk keppni á átta höggum undir pari.
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira