Sterk gróðurhúsalofttegund fylgifiskur aukinnar rafvæðingar Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2019 16:33 Fleiri orkuver tengjast nú raforkukerfum og það hefur kallað á aukna notkun SF6 sem einangrun í tengivirkjum. Vísir/EPA Losun kröftugrar gróðurhúsalofttegundar hefur aukist verulega í Evrópu undanfarin ár samfara aukinni rafvæðingu sem á að vinna gegn loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlað er að losunin frá rafmagnsiðnaði jafnist á við ársútblástur meira en milljóna bíla. Brennisteinshexaflúoríð er gastegund sem er notuð sem einangrun á háspennubúnað, meðal annars á Íslandi. Gasinu er ætlað að koma í veg fyrir skammhlaup og eldsvoða út frá rafmagni. Það er einnig ein öflugasta gróðurhúsalofttegund sem til er og veldur 23.500 sinnum meiri hlýnun en koltvísýringur, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Vegna breytinga í orkuframleiðslu sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur notkuð brennisteinshexaflúoríðs aukist mikið. Í stað stórra kolaorkuvera sem knýja raforkukerfi tengjast nú minni vind-, sólar- og gasorkuver kerfinu. Það hefur kallað á fleiri tengivirki sem þarf að einangra til að koma í veg fyrir slys.Spá 75% aukningu í notkun til 2030 BBC vísar í rannsókn Cardiff-háskóla um að á Bretlandi hafi notkun á SF6 aukist um 30-40 tonn á ári. Í Evrópusambandsríkjunum 28 hafi losun á gastegundinni numið jafngildi 6,73 milljóna tonna koltvísýrings árið 2017. Það jafnist á við útblástur frá 1,4 milljónum bíla yfir heilt ár. Gasið sleppur út í andrúmsloftið þegar það lekur frá rafmagnsinnviðum. Auk þess að vera mun öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur endist brennisteinshexaflúoríð lengi í lofthjúpi jarðar, allt að þúsund ár. Það brotnar ekki niður náttúrulega eða gengur í efnasambönd við önnur efni. Því þarf að finna annað efni í staðinn fyrir það og eyða því úr lofthjúpnum til að takmarka áhrif þess. SF6 er þó aðeins í snefilmagni í andrúmslofti jarðar og styrkur gassins er aðeins brotabrot af styrk koltvísýrings. Áhrif þess gætu þó orðið meiri í framtíðinni þar sem spáð er allt að 75% aukningu í notkun þess fram til ársins 2030. Rætt var um að banna notkun SF6 innan Evrópusambandsins árið 2014 en þær hugmyndir eru sagðar hafa orðið að engu vegna andstöðu iðnaðar. Til standi að endurskoða notkun SF6 á næsta ári en ólíklegt er talið að bann verði lagt við notkun þess fyrr en í fyrsta lagi árið 2025. Bretland Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Losun kröftugrar gróðurhúsalofttegundar hefur aukist verulega í Evrópu undanfarin ár samfara aukinni rafvæðingu sem á að vinna gegn loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlað er að losunin frá rafmagnsiðnaði jafnist á við ársútblástur meira en milljóna bíla. Brennisteinshexaflúoríð er gastegund sem er notuð sem einangrun á háspennubúnað, meðal annars á Íslandi. Gasinu er ætlað að koma í veg fyrir skammhlaup og eldsvoða út frá rafmagni. Það er einnig ein öflugasta gróðurhúsalofttegund sem til er og veldur 23.500 sinnum meiri hlýnun en koltvísýringur, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Vegna breytinga í orkuframleiðslu sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur notkuð brennisteinshexaflúoríðs aukist mikið. Í stað stórra kolaorkuvera sem knýja raforkukerfi tengjast nú minni vind-, sólar- og gasorkuver kerfinu. Það hefur kallað á fleiri tengivirki sem þarf að einangra til að koma í veg fyrir slys.Spá 75% aukningu í notkun til 2030 BBC vísar í rannsókn Cardiff-háskóla um að á Bretlandi hafi notkun á SF6 aukist um 30-40 tonn á ári. Í Evrópusambandsríkjunum 28 hafi losun á gastegundinni numið jafngildi 6,73 milljóna tonna koltvísýrings árið 2017. Það jafnist á við útblástur frá 1,4 milljónum bíla yfir heilt ár. Gasið sleppur út í andrúmsloftið þegar það lekur frá rafmagnsinnviðum. Auk þess að vera mun öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur endist brennisteinshexaflúoríð lengi í lofthjúpi jarðar, allt að þúsund ár. Það brotnar ekki niður náttúrulega eða gengur í efnasambönd við önnur efni. Því þarf að finna annað efni í staðinn fyrir það og eyða því úr lofthjúpnum til að takmarka áhrif þess. SF6 er þó aðeins í snefilmagni í andrúmslofti jarðar og styrkur gassins er aðeins brotabrot af styrk koltvísýrings. Áhrif þess gætu þó orðið meiri í framtíðinni þar sem spáð er allt að 75% aukningu í notkun þess fram til ársins 2030. Rætt var um að banna notkun SF6 innan Evrópusambandsins árið 2014 en þær hugmyndir eru sagðar hafa orðið að engu vegna andstöðu iðnaðar. Til standi að endurskoða notkun SF6 á næsta ári en ólíklegt er talið að bann verði lagt við notkun þess fyrr en í fyrsta lagi árið 2025.
Bretland Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira