Segist samviskusamlega hafa tilkynnt um andlát föður síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2019 12:51 Konan segist ein hafa staðið að útför föður og móður. Deilur innan fjölskyldunnar séu tilefni kærunnar. Fréttablaðið/Vilhelm Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar. Dómsmál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar.
Dómsmál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira