Talsmaður Adele segir að hjónin ætli sér að ala son þeirra, Angelo Adkins, upp í sameiningu. Hann er fæddur árið 2012 en þau giftu sig árið 2016.
Adele er ein allra vinsælasta söngkona heims og hefur slegið í gegn með plötum á borð við 19, 21 og 25.
Parið skildi á borði og sæng í apríl en nú hafa skilnaðapappírar verið lagðir inn í dómskerfið í Los Angeles.