Verkið fór heim með verðlaun í flokknum sýning ársins og þá vann Brynhildur Guðjónsdóttir verðlaun fyrir leikstjóra ársins en hún leikstýrði sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson, sem fer með hlutverk Ríkharðs, vann verðlaunin fyrir leikara ársins.
Þá vann sýningin verðlaun fyrir leikmynd ársins en það var Ilmur Stefánsdóttir sem stóð að henni. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búningahönnun sýningarinnar og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu.
Sýningin Matthildur fékk tvenn verðlaun en það var hún Vala Kristín Eiríksdóttir sem fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki og Lee Proud, danshöfundur sýningarinnar, fékk verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfinar ársins.
Ronja Ræningjadóttir var valin barnasýning ársins og Club Romantica fékk verðlaun fyrir leikrit ársins. Stefán Hallur Stefánsson fékk verðlaunin leikari ársins fyrir hlutverk sitt í sýningunni Samþykki og Sólveig Guðmundsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Rejúníon.
Borgarleikhúsið var því sigursælast leikhúsanna með níu verðlaun í kvöld en Þjóðleikhúsið fór heim með þrjú verðlaun fyrir sýningarnar Einræðisherrann, Ronja ræningjadóttir og Samþykki.

Ríkharður III eftir William Shakespeare. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.
Leikrit ársins
Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson. Sviðsetning: Leikhópurinn Abendshow og Borgarleikhúsið.
Leikstjóri ársins
Brynhildur Guðjónsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.
Leikari ársins í aðalhlutverki
Hjörtur Jóhann Jónsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.
Leikari ársins í aukahlutverki
Stefán Hallur Stefánsson, Samþykki. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Sólveig Guðmundsdóttir, Rejúníon. Sviðsetning: Lakehouse í samstarfi við Tjarnarbíó.
Leikkona ársins í aukahlutverki
Vala Kristín Eiríksdóttir, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.

Ilmur Stefánsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.
Búningar ársins
Filippía I. Elísdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.
Lýsing ársins
Björn Bergsteinn Guðmundsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.
Tónlist ársins
Daníel Bjarnason, Brothers. Sviðsetning: Íslenska Óperan í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.
Hljóðmynd ársins
Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins, Einræðisherrann. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.
Söngvari ársins
Herdís Anna Jónasdóttir, La Traviata. Sviðsetning: Íslenska óperan.
Dans- og sviðshreyfingar ársins
Lee Proud, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.

Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.
Dansari ársins
Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.
Danshöfundur ársins
Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.
Útvarpsverk ársins
**SOL** eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson. Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV í samstarfi við Sóma þjóðar.
Sproti ársins
Matthías Tryggvi Haraldsson