Bretar ætla að stöðva losun fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:53 May (f.m.) kynnir sér tækni til að breyta koltvísýringi í súrefni í Imperial College í London í dag. AP/Stefan Rousseau Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira