Guðrún Brá leiddi eftir dag númer tvö og gaf ekkert eftir í baráttunni á hring númer þrjú og fjögur. Vann hún að lokum mótið með sjö högga mun.
Þetta er annað árið í röð sem Guðrún stendur uppi sem sigurvegari en það er skammt stórra högga á milli hjá Hafnfirðingnum knáa sem er nú á leið á annað mót.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er Íslandsmeistari í golfi 2019. Þetta er annað árið í röð sem hún sigrar á þessu móti og í annað sinn á ferlinum. Þetta er í 12. sinn sem kylfingur úr GK sigrar í kvennaflokki á Íslandsmótinu. Til hamingju Guðrún Brá. pic.twitter.com/3EdrOlBPWN
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 11, 2019
Í viðtali við Sindra Sverrisson á Morgunblaðinu í gærkvöldi sagði Guðrún frá því að hún væri á leið í flug strax í morgun klukkan 07.20, þrettán tímum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari.
Guðrún er á leið á Bossey Ladies-meistaramótið sem fer fram í Frakklandi í vikunni en mótið hefst strax á miðvikudaginn í Bossey í Frakklandi.