Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 20:31 Tveimur vélum Wizz air var lent á Egilsstöðum í dag vegna veðurs í Keflavík. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/SOPA Images Farþegum í flugvél Wizz Air sem lenti á Egilsstöðum vegna veðurs var boðið að fljúga aftur til Krakár í Póllandi í kvöld. Þeim var sagt að yfirgæfu þeir vélina þyrftu þeir að bjarga sér sjálfir. Íslenskir farþegi sem ákvað að fara frá borði segir að meirihluti farþeganna hafi ákveðið að verða eftir á Egilsstöðum. Jórunn Edda Helgadóttir var enn inni í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni á áttunda tímanum í kvöld. Vél Wizz air frá Kraká hafði þá verið lent á Egilsstöðum sökum veðurs í Keflavík. Hún segir að farþegum hafi verið sagt yfir kallkerfið að þeir hefðu val um að fljúga aftur til Krakár, um fjögurra og hálfs tíma flugleið. Þar gætu þeir fengið hótelgistingu eina nótt og valið sér miða frá hvaða borg í Póllandi sem er næstu daga. Færu þeir úr vélinni hins vegar þyrftu þeir að sjá um sig sálfir. Sjálf gerði Jórunn ráðstafanir og ákvað að fara úr vélinni. Hún segir að flestir farþegarnir, sem hún áætlar að hafi verið rúmlega tvö hundruð, hafi hins vegar ekki verið íslenskir og því átt erfiðara með að finna út úr hlutunum en hún. Þá hafi þeir haft takmarkað ráðrúm til að gera upp hug sinn. „Það eru ekki góðir valmöguleikar í stöðunni,“ segir hún. Á meðan Jórunn ræddi við Vísi fór hún úr vélinni og sagði að stór hluti farþeganna hafi fylgt henni út. Samkvæmt upplýsingum Isavia fyrr í kvöld lentu tvær vélar Wizz Air á Egilsstöðum. Fjöldi farþega sat fastur í vélum á Keflavík þar sem landgöngubrýr eru ekki í notkun vegna veðurs. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Farþegum í flugvél Wizz Air sem lenti á Egilsstöðum vegna veðurs var boðið að fljúga aftur til Krakár í Póllandi í kvöld. Þeim var sagt að yfirgæfu þeir vélina þyrftu þeir að bjarga sér sjálfir. Íslenskir farþegi sem ákvað að fara frá borði segir að meirihluti farþeganna hafi ákveðið að verða eftir á Egilsstöðum. Jórunn Edda Helgadóttir var enn inni í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni á áttunda tímanum í kvöld. Vél Wizz air frá Kraká hafði þá verið lent á Egilsstöðum sökum veðurs í Keflavík. Hún segir að farþegum hafi verið sagt yfir kallkerfið að þeir hefðu val um að fljúga aftur til Krakár, um fjögurra og hálfs tíma flugleið. Þar gætu þeir fengið hótelgistingu eina nótt og valið sér miða frá hvaða borg í Póllandi sem er næstu daga. Færu þeir úr vélinni hins vegar þyrftu þeir að sjá um sig sálfir. Sjálf gerði Jórunn ráðstafanir og ákvað að fara úr vélinni. Hún segir að flestir farþegarnir, sem hún áætlar að hafi verið rúmlega tvö hundruð, hafi hins vegar ekki verið íslenskir og því átt erfiðara með að finna út úr hlutunum en hún. Þá hafi þeir haft takmarkað ráðrúm til að gera upp hug sinn. „Það eru ekki góðir valmöguleikar í stöðunni,“ segir hún. Á meðan Jórunn ræddi við Vísi fór hún úr vélinni og sagði að stór hluti farþeganna hafi fylgt henni út. Samkvæmt upplýsingum Isavia fyrr í kvöld lentu tvær vélar Wizz Air á Egilsstöðum. Fjöldi farþega sat fastur í vélum á Keflavík þar sem landgöngubrýr eru ekki í notkun vegna veðurs.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira