Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2019 13:21 Árásin átti sér stað í nóvember fyrir tæpu ári. Vísir/Vilhelm Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. Dómurinn var kveðinn upp í maí en ekki birtur á vef dómstólanna fyrr en í dag. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar en konan hefur setið í gæsluvarðhaldi í ellefu mánuði, eða frá því árásin varð gerð. Konan neitaði sök í málinu og bar meðal annars fyrir sig minnisleysi. Sá sem fyrir árásinni varð var tengdasonur hennar. Dómurinn tók til grundvallar stöðugan framburð brotaþola en lýsti skýringum konunnar sem fjarstæðukenndum auk þess sem misræmi hefði verið í frásögn hennar. Konan var dæmd til að greiða tengdasyninum 800 þúsund krónur í bætur en sá hafði farið fram á þrjár milljónir króna.Rannsóknarlögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi sagðist í tvígang hafa komið á heimilið umrætt kvöld vegna kvörtunar um ölvunarástand ömmunnar sem væri að passa barnabarn sitt.Vísir/VilhelmBlóð fossaði Það var á öðrum tímanum umrædda nótt 10. nóvember 2018 að lögregla var kölluð að heimili á Akranesi. Tilkynningin sneri að því að konan væri ölvuð að gæta barnabarns síns. Lögregla fór á vettvang og hitti fyrir tengdasoninn sem sagðist hafa drukkið einn bjór. Konan hafi þó verið mjög ölvuð samkvæmt því sem sagði í skýrslu lögreglu. Barnabarnið kvaðst ekkert óttast lengur fyrst að samýlismaður móður þess væri komið heim. Síðar um nóttina kom lögregla aftur á vettvang. Þá voru blóðdropar á gangstétt framan við húsið, á útihurð og einnig á gangi þegar inn var komið. Maðurinn kom út úr svefnherberginu í alblóðugum bol og hafi mátt sjá blóð fossa undan bolnum og í buxur hans. Tengdamamman hafi komið út úr stofunni og mikið blóð verið sýnilegt á buxum hennar. Hún veitti mikla mótspyrnu við handtöku, sparkaði og öskraði. Sagði hún manninn hafa barið hana og hún brugðist við með því að taka hníf og stinga hann. Þá hafi hún sagst ætla að drepa manninn og annan mann til. Þá sagði í skýrslu lögreglu að búið hefði verið að skera á hjólbarða bíls mannsins fyrir utan húsið og blóð hafi verið utan á bifreiðinni sem og inni í henni.Töluverð drykkja Í vottorði læknis sem skoðaði konuna á lögreglustöðinni þessa sömu nótt segir að hún hafi verið svolítið undir áhrifum en nánast í geðrofsástandi. Hún hafi sparkað í klefahurð og formælt lögreglumönnum, sem hafi sýnt henni kurteisi. Eftir nokkrar fortölur hefði hún róast og fallist á að læknirinn fengi að skoða hana. Í vottorðinu segir að hún hafi ekki verið áberandi ölvuð. Hún hafi verið aum í baki og eins hefði hún borið smávægilega áverka, líklega afleiðingar handtökunnar. Réttarmeinafræðingur fór yfir læknisfræðileg gögn málsins sem varða konuna. Niðurstaða hans var að í gögnunum væri ekki lýst áverkum sem bentu til þess að ákærða hefði orðið fyrir árás. Niðurstaða alkóhólrannsóknar sýndi að í blóði ákærðu voru 1,94 prómill alkóhóls sem svarar til töluverðrar áfengisdrykkju.Áður drukkið sig ofurölvil Tengdasonurinn var fluttur á sjúkrahús. Í lok vottorðs læknis segir að árásin hafi verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn gekk niður á rif og rann eftir rifjunum utan við brjóstholið en hefði auðveldlega getað farið milli rifja og inn í brjósthol þá með mun alvarlegri afleiðingum. Geðlæknir og sálfræðingar voru dómskvaddir til að meta sakhæfi konunnar. Var það niðurstaða þeirra að hún væri örugglega sakhæf, hefði hvorki borið merki geðrofs né geðklofa fyrir, við eða eftir atburðinn. Hún sé sögu um visst ofbeldi tengt mikilli áfengisneyslu. Hún hefði áður drukkið sig ofurölvi þótt hún vildi ekki viðurkenna það, raunar afneitaði hún því. Þá væri ljóst að hún væri reið tengdasyni sínum vegna peningamála. Hún hafi því haft ástæðu til að vinna honum mein „þegar hún var í ruglástandi og óminnisástandi af völdum drykkju.“Árásin átti sér stað að næturlagi á Akranesi í nóvember 2018.Vísir/EgillSagði tengdasoninn hafa gengið á hnífinn Í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti konan því að hún hefði verið í eldhúsinu umrædda nótt og tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Hún hefði snúið sérr við með hníf í hendi. „Annað hvort stóð hann eða var að labba að mér. Ég veit það ekki, af því að ég sneri mér við. Þetta var ekki það að ég hafi þú veist, stungið hann. Þetta er bara eins og hann hafi sjálfur farið í hann,“ sagði konan við lögreglu. Hún kvaðst ekki vita hvar hnífurinn hefði farið í brotaþola en það hefði örugglega ekki verið í brjóstkassann.Reyndi að koma tengdamömmu út úr herberginu Tengdasonurinn lýsti í skýrslutöku hjá lögreglu fjórum dögum eftir árásina að tengdamamman hefði verið ölvuð að gæta barnabarns síns. Hann lýsti samskiptum sínum við konuna og ásökunum hennar að hann hefði tilkynnt hana til lögreglu. Hann hefði farið að sofa um klukkan 22 og sofið í um tvær klukkustundir. Þá hefði hann vaknað við að konan væri komin inn í herbergið og aftur farið að ásaka hann fyrir að hringja í lögregluna. Hann kvaðst hafa staðið upp, ætlað að koma ákærðu út úr herberginu en þá fundið fyrir stunguhöggi hægra megin í brjóstinu. Hann sagðist ekki hafa séð konuna með hníf.Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmSagði tengdasoninn hafa haldið á tveimur hnífum Við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi sagði tengdamamman að maðurinn hefði komið heim úr vinnunni og verið mjög pirraður. Öskrað á hana og kallað hana nöfnum. Hún kvaðst ekki vita hvort hann hefði raunverulega verið í vinnu, hann hefði eins getað verið í spilakössum. Hún hefði verið að gæta barns dóttur sinnar sem hefði verið í útlöndum. Hún hefði hefði drukkið tvo bjóra en mögulega meira, hún myndi það ekki. Þó ekki sterkt áfengi. Þau hefðu rætt fjármál hans og dóttur hennar. Tengdamamman mundi fyrir dómi ekki eftir því að lögreglan hefði komið á heimilið fyrr um kvöldið vegna kvörtunarinnar. Þá taldi hún aðkomu mann um tíma hafa komið inn á heimilið. Auk þess hefði hún séð tengdason sinn um tíma með hnífa í báðum höndum að leita að einhverju undir sófa. Hún hefði sjálf ekki verið með hníf. Aðspurð um breytingar á framburði hennar fyrir dómi sagðist hún hafa búið til fyrri framburð hjá lögreglu. Hún hefði ekki handleikið hníf þetta kvöld, það hefði tengdasonur hennar gert.Skoruðust undan því að bera vitni Tengdasonurinn sagði fyrir dómi að í ljós hefði komið að faðir barnsins á heimilinu hefði hringt í lögreglu eftir ábendingu frá barninu. Tengdamamman hefði sötrað viskí á heimilinu. Framburðurinn var af sama meiði og í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann sagðist eftir árásina hafa læst að sér í svefnherberginu og ekki opnað fyrr en lögregla hefði verið mætt á svæðið. Hann hefði aldrei séð hnífinn þegar hann var stunginn. Hann hefði hringt í sambýliskonu sína, dóttur konunnar, sem hefði ráðlagt honum að læsa sig inni í herbergi. Þá hefði hann ekkert farið nærri bíl sínum eftir að hann kom heim úr vinnunni, hún hefði verið ólæst. Hann kvaðst muna vel alla atburði kvöldsins þar til hann var stunginn. Sambýliskona mannsins og dóttir hennar skoruðust undan því að bera vitni fyrir dómi. Fram kom fyrir dómi að unga dóttirin á heimilinu hefði hringt í miklu uppnámi í konu í útlöndum og sagt allt vera í blóði heima hjá henni Hún væri svo hrædd að hún þyrði ekki að hringja í lögregluna. Sambýlismaður móður hennar vildi heldur ekki gera það. Tók ónefnda konan af skarið og hringdi í lögreglu.Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.Vísir/HannaDNA-rannsókn Í niðurstöðu dómsins segir að framburður tengdamömmunnar hefði verið á reiki í gegnum ferlið þótt hún hefði alltaf neitað að hafa stungið manninn. Hann hefði verið staðfastur í sínum framburði um að hún hefði vakið hann og stungið. Framburður hans fékk stuðning af skýrslu og framburði lögreglumanns sem bar að maðurinn hefði komið blóðugur út úr svefnherberginu þegar lögreglumenn komu á vettvang. Þá fær framburður hans stuðnings af framburði réttarmeinafræðings sem taldi afar ólíklegt að hann hefði sjálfur valdið áverkanum. Þá er nefnd niðurstaða DNA-rannsóknar sem sýndi að blóðið á fötum konunnar hefði verið úr manninum. Dómurinn hafnaði framburði konunnar þess efnis að einhver þriðji aðili hefði komið inn í húsið um nóttina. Engin gögn styddu það og ætti því ekki við rök að styðjast. Þá væri fjarstæðukennt að halda því fram að maðurinn hefði gengið á hnífinn. Var lagður til grundvallar trúverðugur framburður brotaþola sem var hinn sami hjá lögreglu og fyrir dómi. Að sama skapi hafnaði dómurinn framburði konunnar og mat hann ótrúverðugan. Var hún því sakfelld fyrir að hafa lagt til mannsins með stórum hnífi og stungið í brjóstkassann. Var stungan lífshættuleg að mati réttarmeinafræðings.Með hreinan sakaferil Konan á hreinan sakaferil að baki. Hún er 71 árs og með hliðsjón af þessu var hæfileg refsing metin fjögurra ára fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald frá því málið kom upp. Var konan krafin um að greiða 2,9 milljónir króna í sakarkostnað þar sem 2,6 milljónir voru vegna reikninga geðlæknis og sálfræðings sem dómkvaddir voru til að meta geðhagi, áfengisneyslu og fleira varðandi konuna. Átti rannsóknin meðal annars að meta sakhæfi hennar. Rannsóknin var svo viðamikil að geðlæknirinn, sem hefur þrjátíu ára reynslu sem matsmaður í málum sem þessum, gat þess að rannsóknin væri sú umfangsmesta sem hann hefði annast á sínum ferli. Taldi dómurinn að miðað við hvernig málið lá fyrir á rannsóknarstigi yrði ekki séð að þörf hafi verið á svo umfangsmikilli rannsókn á högum konunnar. Var því ekki fallist á að allur sá kostnaður félli á konuna þótt ljóst væri að rannsaka hefði þurft geðhagi hennar að einhverju marki. Var konan dæmd til að greiða tæplega 300 þúsund krónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjandans sem hljóðaði upp á 3,3 milljónir króna. Verjandi konunnar staðfestir við Vísi að málinu hafi verið áfrýjað og bíði meðferðar hjá Landsrétti. Hún sé sem stendur í gæsluvarðhaldi fram í desember. Eins og fyrr segir var dómurinn kveðinn upp í maí en ekki birtur fyrr en í dag eftir athugasemd blaðamanns Vísis. Skýring á seinni birtingu er misskilningur þar sem málið var flutt við Héraðsóm Reykjavíkur þar sem dómari við Héraðsóm Vesturlands taldi sig vanhæfa. Ástæðan var sú að hann hafði áður tekið afstöðu í málinu þegar konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald þegar málið var á rannsóknarstigi. Dæmi eru um að flytja hafi þurft mál aftur vegna þess að dómari í málinu hafi á fyrri stigum þess kveðið upp gæsluvarðhaldsúrskurð. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Krefst fimm ára fangelsis yfir sjötugu ömmunni á Akranesi Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. 30. apríl 2019 11:27 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. Dómurinn var kveðinn upp í maí en ekki birtur á vef dómstólanna fyrr en í dag. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar en konan hefur setið í gæsluvarðhaldi í ellefu mánuði, eða frá því árásin varð gerð. Konan neitaði sök í málinu og bar meðal annars fyrir sig minnisleysi. Sá sem fyrir árásinni varð var tengdasonur hennar. Dómurinn tók til grundvallar stöðugan framburð brotaþola en lýsti skýringum konunnar sem fjarstæðukenndum auk þess sem misræmi hefði verið í frásögn hennar. Konan var dæmd til að greiða tengdasyninum 800 þúsund krónur í bætur en sá hafði farið fram á þrjár milljónir króna.Rannsóknarlögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi sagðist í tvígang hafa komið á heimilið umrætt kvöld vegna kvörtunar um ölvunarástand ömmunnar sem væri að passa barnabarn sitt.Vísir/VilhelmBlóð fossaði Það var á öðrum tímanum umrædda nótt 10. nóvember 2018 að lögregla var kölluð að heimili á Akranesi. Tilkynningin sneri að því að konan væri ölvuð að gæta barnabarns síns. Lögregla fór á vettvang og hitti fyrir tengdasoninn sem sagðist hafa drukkið einn bjór. Konan hafi þó verið mjög ölvuð samkvæmt því sem sagði í skýrslu lögreglu. Barnabarnið kvaðst ekkert óttast lengur fyrst að samýlismaður móður þess væri komið heim. Síðar um nóttina kom lögregla aftur á vettvang. Þá voru blóðdropar á gangstétt framan við húsið, á útihurð og einnig á gangi þegar inn var komið. Maðurinn kom út úr svefnherberginu í alblóðugum bol og hafi mátt sjá blóð fossa undan bolnum og í buxur hans. Tengdamamman hafi komið út úr stofunni og mikið blóð verið sýnilegt á buxum hennar. Hún veitti mikla mótspyrnu við handtöku, sparkaði og öskraði. Sagði hún manninn hafa barið hana og hún brugðist við með því að taka hníf og stinga hann. Þá hafi hún sagst ætla að drepa manninn og annan mann til. Þá sagði í skýrslu lögreglu að búið hefði verið að skera á hjólbarða bíls mannsins fyrir utan húsið og blóð hafi verið utan á bifreiðinni sem og inni í henni.Töluverð drykkja Í vottorði læknis sem skoðaði konuna á lögreglustöðinni þessa sömu nótt segir að hún hafi verið svolítið undir áhrifum en nánast í geðrofsástandi. Hún hafi sparkað í klefahurð og formælt lögreglumönnum, sem hafi sýnt henni kurteisi. Eftir nokkrar fortölur hefði hún róast og fallist á að læknirinn fengi að skoða hana. Í vottorðinu segir að hún hafi ekki verið áberandi ölvuð. Hún hafi verið aum í baki og eins hefði hún borið smávægilega áverka, líklega afleiðingar handtökunnar. Réttarmeinafræðingur fór yfir læknisfræðileg gögn málsins sem varða konuna. Niðurstaða hans var að í gögnunum væri ekki lýst áverkum sem bentu til þess að ákærða hefði orðið fyrir árás. Niðurstaða alkóhólrannsóknar sýndi að í blóði ákærðu voru 1,94 prómill alkóhóls sem svarar til töluverðrar áfengisdrykkju.Áður drukkið sig ofurölvil Tengdasonurinn var fluttur á sjúkrahús. Í lok vottorðs læknis segir að árásin hafi verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn gekk niður á rif og rann eftir rifjunum utan við brjóstholið en hefði auðveldlega getað farið milli rifja og inn í brjósthol þá með mun alvarlegri afleiðingum. Geðlæknir og sálfræðingar voru dómskvaddir til að meta sakhæfi konunnar. Var það niðurstaða þeirra að hún væri örugglega sakhæf, hefði hvorki borið merki geðrofs né geðklofa fyrir, við eða eftir atburðinn. Hún sé sögu um visst ofbeldi tengt mikilli áfengisneyslu. Hún hefði áður drukkið sig ofurölvi þótt hún vildi ekki viðurkenna það, raunar afneitaði hún því. Þá væri ljóst að hún væri reið tengdasyni sínum vegna peningamála. Hún hafi því haft ástæðu til að vinna honum mein „þegar hún var í ruglástandi og óminnisástandi af völdum drykkju.“Árásin átti sér stað að næturlagi á Akranesi í nóvember 2018.Vísir/EgillSagði tengdasoninn hafa gengið á hnífinn Í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti konan því að hún hefði verið í eldhúsinu umrædda nótt og tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Hún hefði snúið sérr við með hníf í hendi. „Annað hvort stóð hann eða var að labba að mér. Ég veit það ekki, af því að ég sneri mér við. Þetta var ekki það að ég hafi þú veist, stungið hann. Þetta er bara eins og hann hafi sjálfur farið í hann,“ sagði konan við lögreglu. Hún kvaðst ekki vita hvar hnífurinn hefði farið í brotaþola en það hefði örugglega ekki verið í brjóstkassann.Reyndi að koma tengdamömmu út úr herberginu Tengdasonurinn lýsti í skýrslutöku hjá lögreglu fjórum dögum eftir árásina að tengdamamman hefði verið ölvuð að gæta barnabarns síns. Hann lýsti samskiptum sínum við konuna og ásökunum hennar að hann hefði tilkynnt hana til lögreglu. Hann hefði farið að sofa um klukkan 22 og sofið í um tvær klukkustundir. Þá hefði hann vaknað við að konan væri komin inn í herbergið og aftur farið að ásaka hann fyrir að hringja í lögregluna. Hann kvaðst hafa staðið upp, ætlað að koma ákærðu út úr herberginu en þá fundið fyrir stunguhöggi hægra megin í brjóstinu. Hann sagðist ekki hafa séð konuna með hníf.Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmSagði tengdasoninn hafa haldið á tveimur hnífum Við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi sagði tengdamamman að maðurinn hefði komið heim úr vinnunni og verið mjög pirraður. Öskrað á hana og kallað hana nöfnum. Hún kvaðst ekki vita hvort hann hefði raunverulega verið í vinnu, hann hefði eins getað verið í spilakössum. Hún hefði verið að gæta barns dóttur sinnar sem hefði verið í útlöndum. Hún hefði hefði drukkið tvo bjóra en mögulega meira, hún myndi það ekki. Þó ekki sterkt áfengi. Þau hefðu rætt fjármál hans og dóttur hennar. Tengdamamman mundi fyrir dómi ekki eftir því að lögreglan hefði komið á heimilið fyrr um kvöldið vegna kvörtunarinnar. Þá taldi hún aðkomu mann um tíma hafa komið inn á heimilið. Auk þess hefði hún séð tengdason sinn um tíma með hnífa í báðum höndum að leita að einhverju undir sófa. Hún hefði sjálf ekki verið með hníf. Aðspurð um breytingar á framburði hennar fyrir dómi sagðist hún hafa búið til fyrri framburð hjá lögreglu. Hún hefði ekki handleikið hníf þetta kvöld, það hefði tengdasonur hennar gert.Skoruðust undan því að bera vitni Tengdasonurinn sagði fyrir dómi að í ljós hefði komið að faðir barnsins á heimilinu hefði hringt í lögreglu eftir ábendingu frá barninu. Tengdamamman hefði sötrað viskí á heimilinu. Framburðurinn var af sama meiði og í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann sagðist eftir árásina hafa læst að sér í svefnherberginu og ekki opnað fyrr en lögregla hefði verið mætt á svæðið. Hann hefði aldrei séð hnífinn þegar hann var stunginn. Hann hefði hringt í sambýliskonu sína, dóttur konunnar, sem hefði ráðlagt honum að læsa sig inni í herbergi. Þá hefði hann ekkert farið nærri bíl sínum eftir að hann kom heim úr vinnunni, hún hefði verið ólæst. Hann kvaðst muna vel alla atburði kvöldsins þar til hann var stunginn. Sambýliskona mannsins og dóttir hennar skoruðust undan því að bera vitni fyrir dómi. Fram kom fyrir dómi að unga dóttirin á heimilinu hefði hringt í miklu uppnámi í konu í útlöndum og sagt allt vera í blóði heima hjá henni Hún væri svo hrædd að hún þyrði ekki að hringja í lögregluna. Sambýlismaður móður hennar vildi heldur ekki gera það. Tók ónefnda konan af skarið og hringdi í lögreglu.Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.Vísir/HannaDNA-rannsókn Í niðurstöðu dómsins segir að framburður tengdamömmunnar hefði verið á reiki í gegnum ferlið þótt hún hefði alltaf neitað að hafa stungið manninn. Hann hefði verið staðfastur í sínum framburði um að hún hefði vakið hann og stungið. Framburður hans fékk stuðning af skýrslu og framburði lögreglumanns sem bar að maðurinn hefði komið blóðugur út úr svefnherberginu þegar lögreglumenn komu á vettvang. Þá fær framburður hans stuðnings af framburði réttarmeinafræðings sem taldi afar ólíklegt að hann hefði sjálfur valdið áverkanum. Þá er nefnd niðurstaða DNA-rannsóknar sem sýndi að blóðið á fötum konunnar hefði verið úr manninum. Dómurinn hafnaði framburði konunnar þess efnis að einhver þriðji aðili hefði komið inn í húsið um nóttina. Engin gögn styddu það og ætti því ekki við rök að styðjast. Þá væri fjarstæðukennt að halda því fram að maðurinn hefði gengið á hnífinn. Var lagður til grundvallar trúverðugur framburður brotaþola sem var hinn sami hjá lögreglu og fyrir dómi. Að sama skapi hafnaði dómurinn framburði konunnar og mat hann ótrúverðugan. Var hún því sakfelld fyrir að hafa lagt til mannsins með stórum hnífi og stungið í brjóstkassann. Var stungan lífshættuleg að mati réttarmeinafræðings.Með hreinan sakaferil Konan á hreinan sakaferil að baki. Hún er 71 árs og með hliðsjón af þessu var hæfileg refsing metin fjögurra ára fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald frá því málið kom upp. Var konan krafin um að greiða 2,9 milljónir króna í sakarkostnað þar sem 2,6 milljónir voru vegna reikninga geðlæknis og sálfræðings sem dómkvaddir voru til að meta geðhagi, áfengisneyslu og fleira varðandi konuna. Átti rannsóknin meðal annars að meta sakhæfi hennar. Rannsóknin var svo viðamikil að geðlæknirinn, sem hefur þrjátíu ára reynslu sem matsmaður í málum sem þessum, gat þess að rannsóknin væri sú umfangsmesta sem hann hefði annast á sínum ferli. Taldi dómurinn að miðað við hvernig málið lá fyrir á rannsóknarstigi yrði ekki séð að þörf hafi verið á svo umfangsmikilli rannsókn á högum konunnar. Var því ekki fallist á að allur sá kostnaður félli á konuna þótt ljóst væri að rannsaka hefði þurft geðhagi hennar að einhverju marki. Var konan dæmd til að greiða tæplega 300 þúsund krónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjandans sem hljóðaði upp á 3,3 milljónir króna. Verjandi konunnar staðfestir við Vísi að málinu hafi verið áfrýjað og bíði meðferðar hjá Landsrétti. Hún sé sem stendur í gæsluvarðhaldi fram í desember. Eins og fyrr segir var dómurinn kveðinn upp í maí en ekki birtur fyrr en í dag eftir athugasemd blaðamanns Vísis. Skýring á seinni birtingu er misskilningur þar sem málið var flutt við Héraðsóm Reykjavíkur þar sem dómari við Héraðsóm Vesturlands taldi sig vanhæfa. Ástæðan var sú að hann hafði áður tekið afstöðu í málinu þegar konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald þegar málið var á rannsóknarstigi. Dæmi eru um að flytja hafi þurft mál aftur vegna þess að dómari í málinu hafi á fyrri stigum þess kveðið upp gæsluvarðhaldsúrskurð.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Krefst fimm ára fangelsis yfir sjötugu ömmunni á Akranesi Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. 30. apríl 2019 11:27 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35
Krefst fimm ára fangelsis yfir sjötugu ömmunni á Akranesi Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. 30. apríl 2019 11:27
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34