Líklegt að Bandaríkin komi upp flotastöð á Suður-Grænlandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. október 2019 07:00 Rasmus segir að samskipti við íslenska viðbragðsaðila og Landhelgisgæsluna séu nauðsynleg. Fréttablaðið/Anton Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira