Ole Gunnar Solskjær var ánægður með frammistöðu Manchester United í markalausa jafnteflinu við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöld.
United náði ekki einu skoti á markið og voru ekki sannfærandi.
Norski knattspyrnustjórinn sá hins vegar bjartar hliðar á frammistöðu sinna manna.
„Ég er mjög ánægður með strákana,“ sagði Solskjær. „Þetta hefðu átt að vera þrjú stig.“
United vildi fá vítaspyrnu seint í leiknum en fékk ekki.
„Það er ekki einu sinni hægt að ræða þetta. Ég trúði ekki mínum eigin augum.“
Fótbolti