Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Helsingborg í 1-1 jafntefli við Athletic Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Bolvíkingurinn kom Helsingborg yfir með skoti beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu. Það dugði ekki til sigurs því Athletic Eskilstuna jafnaði fjórum mínútum fyrir leikslok.
Andri Rúnar hefur skorað tvö mörk í sex deildarleikjum á tímabilinu.
Eftir tvo sigra í fyrstu þremur umferðunum er Helsingborg án sigurs í sjö síðustu deildarleikjum sínum.
Andri Rúnar og félagar eru í 12. sæti deildarinnar með níu stig.
Andri Rúnar skoraði beint úr aukaspyrnu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



