Óvenjuleg saga af venjulegum manni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 18. maí 2019 13:00 Óli Hjörtur segir sögu Glenn alveg ótrúlega og hlakkar mikið til að festa hana á filmu. fréttablaðið/Ernir Óli Hjörtur stendur að söfnun fyrir gerð heimildarmyndar um listamanninn Glenn Sandoval. Verk og ótrúleg saga Glenn urðu Óla að innblæstri. Hægt að leggja Óla lið á síðunni Karolina Fund. Óli Hjörtur Ólason ætti að vera einhverjum kunnur enda var hann af sumum kallaður skemmtanakóngur Reykjavíkurborgar á sínum tíma. Hann hefur komið að opnun tveggja vinsælla bara, starfaði um árabil í blaðamennsku og var með útvarpsþátt ásamt plötusnúðnum Natalie, eða Dj Yamaho eins og hún er einnig kölluð. „Það er smá skemmtileg tilviljun á tímasetningu viðtalsins. Kemur út á Eurovision-deginum sjálfum og ég einmitt framleiddi ásamt fleira góðu fólkið myndbandið hennar Heru Bjarkar á sínum tíma,“ segir Óli hlæjandi. Hann lagði einnig stund á nám í Kvikmyndaskólanum, bæði við leikstjórn og framleiðslu. Nú hyggst hann gera heimildarmynd um listamanninn Glenn Sandoval, en myndin hefur fengið starfsheitið „A very extraordinary story of an average man“. „Snemma á þessu ári kynntist ég Glenn í gegnum samskiptaforritið Instagram. Ég varð fyrir miklum innblæstri af verkum hans og því sem hann var að skapa. Þannig að ég ákvað að senda honum skilaboð. Í kjölfarið byrjuðum við að tala saman og við urðum góðir vinir,“ segir Óli um fyrstu kynni sín af Glenn. Óla fannst alveg magnað hve fljótt þeir mynduðu sterk tengsl. Þeir hafi deilt ótrúlegustu hlutum með hvor öðrum, án þess að hafa nokkurn tímann hist. „Hægt og rólega fór hann að treysta mér fyrir ýmsu og ég honum. Ég áttaði mig á að það er ótrúlega merkileg og áhugaverð saga á bak við þennan mann og það hefur vafalaust mótað hann mikið og gert að þeim listamanni sem hann er í dag. Hann þráir ekkert heitar en að geta lifað á listinni og slá í gegn. Mér finnst þessi óbilandi trú líka heillandi, að gefast ekki upp og að trúa á eigin sköpun.“ Sandoval býr í Los Angeles en er af mexíkóskum ættum. Hann langar mikið að flytja annað. Hann er 33 ára gamall og býr enn í foreldrahúsum í heimaborginni, enda hefur þrjóskan við að lifa og hrærast í listinni aftrað honum í að sjá fyrir sjálfum sér. „Eða ég hélt það væri málið. En síðan áttaði ég á mig hvað baksaga hans hefur haft mikil áhrif. Það er eitt að vera bara þrjóskur og neita að horfast í augu við að maður sé ekki þessi stórfenglegi listamaður sem maður hélt að maður væri. Allir þurfa einhvern tímann að fullorðnast. Hann upplýsti mig þó þegar á leið að hrikalegir atburðir úr hans fortíð hefðu haft svona sterk mótandi á hrif á hann,“ segir Óli. Óli hefur starfað við framleiðslu, leikstjórn og fleiri hliðar kvikmyndagerðar. Hann hefur lengi leitað að viðfangsefni fyrir heimildarmynd og honum leið eins og það væri engin tilviljun að hann hefði kynnst Glenn. „Mig var búið að dreyma lengi um að finna hið fullkomna umfjöllunarefni. Saga hans er alveg ótrúleg og höfðar til svo ótrúlega margra. Það er eitthvað svo mannlegt og tært við hann. Mér leið eins og það væri ætlun örlaganna að við kynntumst á þennan furðulega máta, að mér væri ætlað að segja hans sögu.“ Óli segir myndina líka munu snerta á kynþáttafordómum og hvernig það sé að vera mexíkóskur sonur innflytjenda í Bandaríkjum nútímans. „Ég er að vinna myndina nánast einn. Sé um upptökur, framleiðslu og leikstjórn. Það er mikil áskorun þótt ég hafi starfað áður við kvikmyndagerð. Stefnan er tekin á að fara til Los Angeles í byrjun september og vera í tökum í nokkrar vikur. Undirbúningsvinnan hefur staðið yfir í nokkra mánuði, sem hefur bæði verið skemmtilegt og krefjandi.“ Óli Hjörtur stendur nú fyrir hópfjármögnun vegna myndarinnar. Þeir sem vilja leggja Óla Hirti lið er bent á að finna verkefnið á karolinafund.is. „Þar hefur fólk möguleika á að eignast upprunaleg verk eftir Sandoval með því að styrkja gerð myndarinnar. Þar er líka hægt að fræðast nánar um hann, mig og verkefnið í heild,“ segir Óli Hjörtur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Óli Hjörtur stendur að söfnun fyrir gerð heimildarmyndar um listamanninn Glenn Sandoval. Verk og ótrúleg saga Glenn urðu Óla að innblæstri. Hægt að leggja Óla lið á síðunni Karolina Fund. Óli Hjörtur Ólason ætti að vera einhverjum kunnur enda var hann af sumum kallaður skemmtanakóngur Reykjavíkurborgar á sínum tíma. Hann hefur komið að opnun tveggja vinsælla bara, starfaði um árabil í blaðamennsku og var með útvarpsþátt ásamt plötusnúðnum Natalie, eða Dj Yamaho eins og hún er einnig kölluð. „Það er smá skemmtileg tilviljun á tímasetningu viðtalsins. Kemur út á Eurovision-deginum sjálfum og ég einmitt framleiddi ásamt fleira góðu fólkið myndbandið hennar Heru Bjarkar á sínum tíma,“ segir Óli hlæjandi. Hann lagði einnig stund á nám í Kvikmyndaskólanum, bæði við leikstjórn og framleiðslu. Nú hyggst hann gera heimildarmynd um listamanninn Glenn Sandoval, en myndin hefur fengið starfsheitið „A very extraordinary story of an average man“. „Snemma á þessu ári kynntist ég Glenn í gegnum samskiptaforritið Instagram. Ég varð fyrir miklum innblæstri af verkum hans og því sem hann var að skapa. Þannig að ég ákvað að senda honum skilaboð. Í kjölfarið byrjuðum við að tala saman og við urðum góðir vinir,“ segir Óli um fyrstu kynni sín af Glenn. Óla fannst alveg magnað hve fljótt þeir mynduðu sterk tengsl. Þeir hafi deilt ótrúlegustu hlutum með hvor öðrum, án þess að hafa nokkurn tímann hist. „Hægt og rólega fór hann að treysta mér fyrir ýmsu og ég honum. Ég áttaði mig á að það er ótrúlega merkileg og áhugaverð saga á bak við þennan mann og það hefur vafalaust mótað hann mikið og gert að þeim listamanni sem hann er í dag. Hann þráir ekkert heitar en að geta lifað á listinni og slá í gegn. Mér finnst þessi óbilandi trú líka heillandi, að gefast ekki upp og að trúa á eigin sköpun.“ Sandoval býr í Los Angeles en er af mexíkóskum ættum. Hann langar mikið að flytja annað. Hann er 33 ára gamall og býr enn í foreldrahúsum í heimaborginni, enda hefur þrjóskan við að lifa og hrærast í listinni aftrað honum í að sjá fyrir sjálfum sér. „Eða ég hélt það væri málið. En síðan áttaði ég á mig hvað baksaga hans hefur haft mikil áhrif. Það er eitt að vera bara þrjóskur og neita að horfast í augu við að maður sé ekki þessi stórfenglegi listamaður sem maður hélt að maður væri. Allir þurfa einhvern tímann að fullorðnast. Hann upplýsti mig þó þegar á leið að hrikalegir atburðir úr hans fortíð hefðu haft svona sterk mótandi á hrif á hann,“ segir Óli. Óli hefur starfað við framleiðslu, leikstjórn og fleiri hliðar kvikmyndagerðar. Hann hefur lengi leitað að viðfangsefni fyrir heimildarmynd og honum leið eins og það væri engin tilviljun að hann hefði kynnst Glenn. „Mig var búið að dreyma lengi um að finna hið fullkomna umfjöllunarefni. Saga hans er alveg ótrúleg og höfðar til svo ótrúlega margra. Það er eitthvað svo mannlegt og tært við hann. Mér leið eins og það væri ætlun örlaganna að við kynntumst á þennan furðulega máta, að mér væri ætlað að segja hans sögu.“ Óli segir myndina líka munu snerta á kynþáttafordómum og hvernig það sé að vera mexíkóskur sonur innflytjenda í Bandaríkjum nútímans. „Ég er að vinna myndina nánast einn. Sé um upptökur, framleiðslu og leikstjórn. Það er mikil áskorun þótt ég hafi starfað áður við kvikmyndagerð. Stefnan er tekin á að fara til Los Angeles í byrjun september og vera í tökum í nokkrar vikur. Undirbúningsvinnan hefur staðið yfir í nokkra mánuði, sem hefur bæði verið skemmtilegt og krefjandi.“ Óli Hjörtur stendur nú fyrir hópfjármögnun vegna myndarinnar. Þeir sem vilja leggja Óla Hirti lið er bent á að finna verkefnið á karolinafund.is. „Þar hefur fólk möguleika á að eignast upprunaleg verk eftir Sandoval með því að styrkja gerð myndarinnar. Þar er líka hægt að fræðast nánar um hann, mig og verkefnið í heild,“ segir Óli Hjörtur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira