Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. október 2019 14:04 Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi. Vísir/Arnar Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira