„Á rúntinum á Íslandi að hlusta á Kiasmos,“ skrifar Brosnan við myndbandið, sem sýnir íslenskt landslag þjóta hjá undir ómþýðum tónum. Kiasmos er íslensk-færeysk hljómsveit, skipuð íslenska tónlistarmanninum Ólafi Arnalds og hinum færeyska Janus Rasmussen.
On the road in Iceland listening to #KiasmosView this post on Instagram
A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 10, 2019 at 3:35am PDT
Brosnan mun leika föður karakters Ferrels í myndinni, mann að nafni Erik Eickssong. Sá er sagður eiga að vera „myndarlegasti maður Íslands.“
Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson.
Fréttin hefur verið uppfærð.