Skagamenn mæta Derby í kvöld: „Allir í bænum spenntir fyrir leiknum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 11:00 Annar flokkur ÍA hefur orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. mynd/ía ÍA tekur á móti Derby County í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á Víkingsvelli. „Þetta er fínt. Maður er ekki vanur að spila svona lengi en við höfum verið duglegir að æfa,“ sagði Sigurður Hrannar Þorsteinsson, fyrirliði ÍA, í samtali við Vísi í gær. Hann var þá nýkominn úr skólanum og á leið á æfingu. ÍA hefur orðið meistari í 2. flokki undanfarin tvö ár. Í sumar töpuðu Skagamenn ekki leik í A-deild og fengu sjö stigum meira en næsta lið, Breiðablik. Sigurður var markahæsti leikmaður A-deildarinnar með 22 mörk í 18 leikjum. Hann var einnig viðloðandi meistaraflokk ÍA. Í 32-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA unnu Skagamenn Levadia Tallinn frá Eistlandi, 16-1 samanlagt. ÍA vann fyrri leikinn á Akranesi, 4-0, og þann seinni, 12-1, sem er stærsti sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. Gefur sér að þeir séu góðir í fótbolta„Við vissum voða lítið um þetta lið. Við ætluðum bara að spila okkar leik og það gafst mjög vel, allavega í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann býst við öllu erfiðari leikjum gegn Derby. Enska liðið vann Minsk frá Hvíta-Rússlandi í 16-liða úrslitunum, 9-2 samanlagt. „Við sáum seinni leikinn gegn Minsk á YouTube. Maður getur gefið sér það að þeir séu góðir í fótbolta. Það eru nokkrir sem eru að æfa með aðalliði Derby,“ sagði Sigurður sem er fæddur árið 2000 og er á lokaári sínu í 2. flokki. Hann segir Skagamenn spennta fyrir að mæta Hrútunum frá Derby. „Þetta er risastórt lið. Maður heyrir það alveg þegar maður ræðir við fólkið í bænum,“ sagði Sigurður. Hann á von á því að Skagamenn fjölmenni í Víkina í kvöld. „Ég hef heyrt að það verði mjög góð mæting. Ég held að allir í bænum séu mjög spenntir fyrir þessum leik,“ sagði Sigurður að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20 ÍA vann stórsigur í unglingadeild UEFA ÍA vann stórsigur á Levadia Tallinn í unglingadeild UEFA á Norðurálsvelli á Akranesi í dag. 2. október 2019 18:18 Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Skagamenn eiga nú metið yfir stærsta sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. 24. október 2019 15:30 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
ÍA tekur á móti Derby County í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á Víkingsvelli. „Þetta er fínt. Maður er ekki vanur að spila svona lengi en við höfum verið duglegir að æfa,“ sagði Sigurður Hrannar Þorsteinsson, fyrirliði ÍA, í samtali við Vísi í gær. Hann var þá nýkominn úr skólanum og á leið á æfingu. ÍA hefur orðið meistari í 2. flokki undanfarin tvö ár. Í sumar töpuðu Skagamenn ekki leik í A-deild og fengu sjö stigum meira en næsta lið, Breiðablik. Sigurður var markahæsti leikmaður A-deildarinnar með 22 mörk í 18 leikjum. Hann var einnig viðloðandi meistaraflokk ÍA. Í 32-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA unnu Skagamenn Levadia Tallinn frá Eistlandi, 16-1 samanlagt. ÍA vann fyrri leikinn á Akranesi, 4-0, og þann seinni, 12-1, sem er stærsti sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. Gefur sér að þeir séu góðir í fótbolta„Við vissum voða lítið um þetta lið. Við ætluðum bara að spila okkar leik og það gafst mjög vel, allavega í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann býst við öllu erfiðari leikjum gegn Derby. Enska liðið vann Minsk frá Hvíta-Rússlandi í 16-liða úrslitunum, 9-2 samanlagt. „Við sáum seinni leikinn gegn Minsk á YouTube. Maður getur gefið sér það að þeir séu góðir í fótbolta. Það eru nokkrir sem eru að æfa með aðalliði Derby,“ sagði Sigurður sem er fæddur árið 2000 og er á lokaári sínu í 2. flokki. Hann segir Skagamenn spennta fyrir að mæta Hrútunum frá Derby. „Þetta er risastórt lið. Maður heyrir það alveg þegar maður ræðir við fólkið í bænum,“ sagði Sigurður. Hann á von á því að Skagamenn fjölmenni í Víkina í kvöld. „Ég hef heyrt að það verði mjög góð mæting. Ég held að allir í bænum séu mjög spenntir fyrir þessum leik,“ sagði Sigurður að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20 ÍA vann stórsigur í unglingadeild UEFA ÍA vann stórsigur á Levadia Tallinn í unglingadeild UEFA á Norðurálsvelli á Akranesi í dag. 2. október 2019 18:18 Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Skagamenn eiga nú metið yfir stærsta sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. 24. október 2019 15:30 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20
ÍA vann stórsigur í unglingadeild UEFA ÍA vann stórsigur á Levadia Tallinn í unglingadeild UEFA á Norðurálsvelli á Akranesi í dag. 2. október 2019 18:18
Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Skagamenn eiga nú metið yfir stærsta sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. 24. október 2019 15:30