Gervigreind gæti leitað upp ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks innan tveggja ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 10:30 Gervigreindin gæti hjálpað til í rannsóknum á ólöglegri lyfjanotkun. Getty/Frederic T Stevens Alþjóðalyfjaeftirlitið eltir uppi nýjustu tækniframfarir í baráttu sinni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum. Nú hefur stefnan verið sett á að nýta sér gervigreind í allra næstu framtíð. Telegraph segir frá metnaðarfullu markmiði Wada að innan tveggja ára verði Alþjóðalyfjaeftirlitið farið að nota gervigreind við að leita upp íþróttamenn sem nota ólögleg efni.Exclusive: World Anti-Doping Agency hoping to use AI to target drugs cheats within two years @timwighttps://t.co/eJbneb1ZvB — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 5, 2019Alls eru yfir þrjú hundruð þúsund lyfjapróf framkvæmd á íþróttafólki á hverju ári út um allan heim en margir hafa áhyggjur af virkni prófanna og getunni að gera nákvæmar og allar nauðsynlegar rannsóknir á þeim. Svindlararnir eru oft nokkrum skrefum á undan eins og sést vel á því að Ólympíuverðlaunahafar eru að falla á lyfjaprófum mörgum árum seinna þegar tækni lyfjaeftirlitsins hefur loksins náð í skottið á þeiom. Hér gæti gervigreindin komið mjög sterk inn og aukið árangurinn í baráttunni. Með henni væri meiri líkur á því að uppgötva ólögleg efni í sýnum íþróttafólksins. „Gervigreindin býður upp á einn augljósan gróða sem er að taka saman mikið magn af upplýsingum og lesa úr þeim sem er eitthvað sem mannsheilinn ræður ekki við,“ sagði Olivier Rabin, yfirmaður á vísindasviði Wada. „Við viljum nota gervigreindina til að auka getu okkar að ná yfir fleiri próf. Með henni gætum við vaktað grunsamlega fylgni sem gæti verið vísbending um ólöglega lyfjanotkun hjá íþróttafólki,“ sagði Olivier Rabin. „Þetta boðar mjög gott og við erum hér með eitthvað sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á það hvernig við skipuleggjum og framkvæmum lyfjapróf í baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum,“ sagði Rabin. Íþróttir Lyf Tækni Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Alþjóðalyfjaeftirlitið eltir uppi nýjustu tækniframfarir í baráttu sinni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum. Nú hefur stefnan verið sett á að nýta sér gervigreind í allra næstu framtíð. Telegraph segir frá metnaðarfullu markmiði Wada að innan tveggja ára verði Alþjóðalyfjaeftirlitið farið að nota gervigreind við að leita upp íþróttamenn sem nota ólögleg efni.Exclusive: World Anti-Doping Agency hoping to use AI to target drugs cheats within two years @timwighttps://t.co/eJbneb1ZvB — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 5, 2019Alls eru yfir þrjú hundruð þúsund lyfjapróf framkvæmd á íþróttafólki á hverju ári út um allan heim en margir hafa áhyggjur af virkni prófanna og getunni að gera nákvæmar og allar nauðsynlegar rannsóknir á þeim. Svindlararnir eru oft nokkrum skrefum á undan eins og sést vel á því að Ólympíuverðlaunahafar eru að falla á lyfjaprófum mörgum árum seinna þegar tækni lyfjaeftirlitsins hefur loksins náð í skottið á þeiom. Hér gæti gervigreindin komið mjög sterk inn og aukið árangurinn í baráttunni. Með henni væri meiri líkur á því að uppgötva ólögleg efni í sýnum íþróttafólksins. „Gervigreindin býður upp á einn augljósan gróða sem er að taka saman mikið magn af upplýsingum og lesa úr þeim sem er eitthvað sem mannsheilinn ræður ekki við,“ sagði Olivier Rabin, yfirmaður á vísindasviði Wada. „Við viljum nota gervigreindina til að auka getu okkar að ná yfir fleiri próf. Með henni gætum við vaktað grunsamlega fylgni sem gæti verið vísbending um ólöglega lyfjanotkun hjá íþróttafólki,“ sagði Olivier Rabin. „Þetta boðar mjög gott og við erum hér með eitthvað sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á það hvernig við skipuleggjum og framkvæmum lyfjapróf í baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum,“ sagði Rabin.
Íþróttir Lyf Tækni Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira