Dalbrautarþorpið mitt og þitt Rannveig Ernudóttir skrifar 6. nóvember 2019 07:30 Í dag, 6. nóvember, eru liðin fjörutíu ár frá því að Dalbraut 21-27 hóf starfsemi sína. Síðan þá hefur húsið, sem eru þjónustuíbúðir aldraðra og félagsstarf fyrir fullorðna, starfað að megninu til í þeirri mynd. Frá upphafi var hér sólarhringsþjónusta og félagsstarf ásamt hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofu. Fram til ársins 2002 var hér einnig starfrækt dagdvöl. Við Dalbraut 14-27 standa nokkur fjölbýlishús. Annars vegar eru það bláu húsin við Dalbraut 14-20 og svo gráu húsin með gulu svölunum við Dalbraut 21-27. Mitt á milli Dalbrautar 18 og 20 er svo rekin félagsmiðstöð af Reykjavíkurborg. Beggja vegna götunnar er því haldið uppi félagsstarfi fyrir fullorðna og hefur heitið, Dalbrautarþorpið, fests við það. Dalbraut 18-20 var byggð af Samtökum aldraðra og var fyrst afhent árið 1987. Á sama tíma hófst þar einnig félagsstarf í húsinu. Síðar meir bættu samtökin við tveimur húsum til viðbótar, árin 1999 og 2003. Þar til árið 1999 var starfið hér í Dalbrautarþorpinu skilgreint sem starfsemi aldraðra. Þá var því breytt í félagsstarf fullorðinna. Það þýðir að starfið er í boði fyrir alla sem eru 18 ára og eldri og er því rík hefð og saga fyrir félagsstarfi í Dalbrautarþorpinu. Sú saga felur m.a. í sér ýmis konar samsarf við leik- og grunnskólana, kirkjurnar og aðra nágranna. Við stefnum að sjálfsögðu á að viðhalda slíku samstarfi áfram og hlökkum til næstu 40 ára hér í hverfinu. Meðal þess sem við gerum hér í Dalbrautarþorpinu er að spila pílu, bridge og félagsvist, boccia og borðspil. Við erum með vöfflukaffi og bingó einu sinni í mánuði, söngstund annan hvern fimmtudag og prjónakaffi eru þrisvar í viku. Við fáum fræðslu og góða gesti í heimsókn, m.a. þau Óla og Emblu, en Embla er labradortík sem er dáð og elskuð í húsinu og er Óli hennar fylgdarmaður í tilverunni. Einnig förum við í ýmsar ferðir og tökum þátt í samfélagsverkefnum. Við rekum litla verslun sem er opin þrisvar í viku og þessa dagana erum við að byggja upp glæsilega íþróttaaðstöðu. Frekari upplýsingar um starfið okkar má finna á facebook síðu starfsins, Félagsstarf Dalbraut. Í tilefni af afmælinu hefur húsið fengið ný húsgögn, en fyrir var mikið af upprunalegum húsgögnum. Þessi gömlu höfðu ákveðin sjarma yfir sér en þau voru engu að síður orðin lúin. Nýju húsgögnin eru góð upplyfting þar sem þau eru litrík og létt. Í dag er opið hús hjá okkur milli kl. 14 og 16 og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir okkur kl. 15. Verið öll velkomin í heimsókn í dag sem og aðra daga, því þú kæri nágranni, ert alltaf velkominn. Því Dalbrautarþorpið er þitt og mitt.Höfundur er verkefnastjóri félagsstarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Rannveig Ernudóttir Reykjavík Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag, 6. nóvember, eru liðin fjörutíu ár frá því að Dalbraut 21-27 hóf starfsemi sína. Síðan þá hefur húsið, sem eru þjónustuíbúðir aldraðra og félagsstarf fyrir fullorðna, starfað að megninu til í þeirri mynd. Frá upphafi var hér sólarhringsþjónusta og félagsstarf ásamt hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofu. Fram til ársins 2002 var hér einnig starfrækt dagdvöl. Við Dalbraut 14-27 standa nokkur fjölbýlishús. Annars vegar eru það bláu húsin við Dalbraut 14-20 og svo gráu húsin með gulu svölunum við Dalbraut 21-27. Mitt á milli Dalbrautar 18 og 20 er svo rekin félagsmiðstöð af Reykjavíkurborg. Beggja vegna götunnar er því haldið uppi félagsstarfi fyrir fullorðna og hefur heitið, Dalbrautarþorpið, fests við það. Dalbraut 18-20 var byggð af Samtökum aldraðra og var fyrst afhent árið 1987. Á sama tíma hófst þar einnig félagsstarf í húsinu. Síðar meir bættu samtökin við tveimur húsum til viðbótar, árin 1999 og 2003. Þar til árið 1999 var starfið hér í Dalbrautarþorpinu skilgreint sem starfsemi aldraðra. Þá var því breytt í félagsstarf fullorðinna. Það þýðir að starfið er í boði fyrir alla sem eru 18 ára og eldri og er því rík hefð og saga fyrir félagsstarfi í Dalbrautarþorpinu. Sú saga felur m.a. í sér ýmis konar samsarf við leik- og grunnskólana, kirkjurnar og aðra nágranna. Við stefnum að sjálfsögðu á að viðhalda slíku samstarfi áfram og hlökkum til næstu 40 ára hér í hverfinu. Meðal þess sem við gerum hér í Dalbrautarþorpinu er að spila pílu, bridge og félagsvist, boccia og borðspil. Við erum með vöfflukaffi og bingó einu sinni í mánuði, söngstund annan hvern fimmtudag og prjónakaffi eru þrisvar í viku. Við fáum fræðslu og góða gesti í heimsókn, m.a. þau Óla og Emblu, en Embla er labradortík sem er dáð og elskuð í húsinu og er Óli hennar fylgdarmaður í tilverunni. Einnig förum við í ýmsar ferðir og tökum þátt í samfélagsverkefnum. Við rekum litla verslun sem er opin þrisvar í viku og þessa dagana erum við að byggja upp glæsilega íþróttaaðstöðu. Frekari upplýsingar um starfið okkar má finna á facebook síðu starfsins, Félagsstarf Dalbraut. Í tilefni af afmælinu hefur húsið fengið ný húsgögn, en fyrir var mikið af upprunalegum húsgögnum. Þessi gömlu höfðu ákveðin sjarma yfir sér en þau voru engu að síður orðin lúin. Nýju húsgögnin eru góð upplyfting þar sem þau eru litrík og létt. Í dag er opið hús hjá okkur milli kl. 14 og 16 og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir okkur kl. 15. Verið öll velkomin í heimsókn í dag sem og aðra daga, því þú kæri nágranni, ert alltaf velkominn. Því Dalbrautarþorpið er þitt og mitt.Höfundur er verkefnastjóri félagsstarfs.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar