500 milljóna endurbætur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. janúar 2019 11:00 Bakkaskemma. Fréttablaðið/Stefán Kostnaður vegna endurbóta Faxaflóahafna á Bakkaskemmu við Grandagarð 16, sem nú hýsir Granda mathöll á neðri hæð, nam ríflega 509 milljónum króna, 67 milljónir umfram áætlun. Þetta kemur fram í svari Faxaflóahafna við fyrirspurn Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins í borgarráði. Í svari Gísla Gíslasonar hafnarstjóra segir að framkvæmt hafi verið frá 2011 til 2018. Heildarkostnaðaráætlun við fimm verkhluta framkvæmdanna hafi verið rúmar 442 milljónir án virðisaukaskatts. Niðurstaðan var hins vegar áðurnefndar 509 milljónir króna. Efri hæð hússins var áður iðnaðarhúsnæði með skrifstofuaðstöðu í öðrum endanum. Neðri hæðin hýsti áður geymslur, snyrtingar og vélaverkstæði. Húsið var allt klætt að utan og skipt um allar hurðir og glugga í þeim hluta sem endurnýjaður var. Skipt var um allar lagnir og efri hæðinni, alls 2.534 fermetrum, breytt í skrifstofuhúsnæði sem hýsir nú starfsemi Sjávarklasans. Á neðri hæð var skipt um allar lagnir, gólf endursteypt og komið upp loftræstikerfi. Á neðri hæðinni var gerð rýmri aðkoma með tveimur fólksflutningalyftum, sorpgeymsla, geymslur, böð og snyrtingar. Húsnæði Granda mathallar er alls 462 fermetrar. Fyrirtækið kostaði sjálft allar innréttingar í sal. Alls voru endurnýjaðir 3.192 fermetrar af húsnæði en í heild er Bakkaskemman 5.258,5 fermetrar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Kostnaður vegna endurbóta Faxaflóahafna á Bakkaskemmu við Grandagarð 16, sem nú hýsir Granda mathöll á neðri hæð, nam ríflega 509 milljónum króna, 67 milljónir umfram áætlun. Þetta kemur fram í svari Faxaflóahafna við fyrirspurn Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins í borgarráði. Í svari Gísla Gíslasonar hafnarstjóra segir að framkvæmt hafi verið frá 2011 til 2018. Heildarkostnaðaráætlun við fimm verkhluta framkvæmdanna hafi verið rúmar 442 milljónir án virðisaukaskatts. Niðurstaðan var hins vegar áðurnefndar 509 milljónir króna. Efri hæð hússins var áður iðnaðarhúsnæði með skrifstofuaðstöðu í öðrum endanum. Neðri hæðin hýsti áður geymslur, snyrtingar og vélaverkstæði. Húsið var allt klætt að utan og skipt um allar hurðir og glugga í þeim hluta sem endurnýjaður var. Skipt var um allar lagnir og efri hæðinni, alls 2.534 fermetrum, breytt í skrifstofuhúsnæði sem hýsir nú starfsemi Sjávarklasans. Á neðri hæð var skipt um allar lagnir, gólf endursteypt og komið upp loftræstikerfi. Á neðri hæðinni var gerð rýmri aðkoma með tveimur fólksflutningalyftum, sorpgeymsla, geymslur, böð og snyrtingar. Húsnæði Granda mathallar er alls 462 fermetrar. Fyrirtækið kostaði sjálft allar innréttingar í sal. Alls voru endurnýjaðir 3.192 fermetrar af húsnæði en í heild er Bakkaskemman 5.258,5 fermetrar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira