Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 17:12 Carney varaði við því að Brexit væri ein birtingarmynd bakslags gegn alþjóðavæðingu síðustu ára og áratuga. Vísir/EPA Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira