Mickelson kóngurinn á Pebble Beach Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2019 11:30 Mickelson kátur á Pebble Beach. vísir/getty Phil Mickelson fór ekkert á taugum er hann þurfti að leika lokaholurnar á Pebble Beach í gær og vann AT&T-mótið í fimmta sinn á ferlinum. Lélegt skyggni hamlaði því að hægt væri að ljúka mótinu á sunnudag og það var því klárað í gær. Mickelson var með þriggja högga forskot á Paul Casey og átti aðeins eftir að spila tvær holur. Hann setti niður fyrir fugli á lokaholunni og vann mótið með þriggja högga mun eftir allt saman. Hinn 48 ára gamli Mickelson hefur nú unnið 44 mót á PGA-mótaröðinni en 28 ár eru síðan hann vann sinn fyrsta mót. Það stefnir í ár gömlu mannanna en þessi sigur Mickelson gerir það að verkum að það er styttra síðan hann og Tiger Woods unnu mót en Jordan Spieth og Rory McIlroy. „Ég held að við Tiger eigum eftir að eiga verulega gott ár,“ sagði Mickelson brattur. Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Phil Mickelson fór ekkert á taugum er hann þurfti að leika lokaholurnar á Pebble Beach í gær og vann AT&T-mótið í fimmta sinn á ferlinum. Lélegt skyggni hamlaði því að hægt væri að ljúka mótinu á sunnudag og það var því klárað í gær. Mickelson var með þriggja högga forskot á Paul Casey og átti aðeins eftir að spila tvær holur. Hann setti niður fyrir fugli á lokaholunni og vann mótið með þriggja högga mun eftir allt saman. Hinn 48 ára gamli Mickelson hefur nú unnið 44 mót á PGA-mótaröðinni en 28 ár eru síðan hann vann sinn fyrsta mót. Það stefnir í ár gömlu mannanna en þessi sigur Mickelson gerir það að verkum að það er styttra síðan hann og Tiger Woods unnu mót en Jordan Spieth og Rory McIlroy. „Ég held að við Tiger eigum eftir að eiga verulega gott ár,“ sagði Mickelson brattur.
Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira