Fótbolti

Segja Kolbein á leið í MLS-deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn gæti verið á leið til Kanada.
Kolbeinn gæti verið á leið til Kanada. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson er á leiðinni til Vancouver Whitecaps á lánssamning í eitt ár en vefmiðillinn Ouest-France greinir frá þessu í kvöld.

Kolbeinn hefur lítið sem ekkert fengið að spila hjá Nantes undanfarin ár en hann hefur verið úti í kuldanum. Hann gekk í raðir Nantes sumarið 2015.

Kolbeinn gekk í raðir Galatasary á láni sumarið 2016 en spilaði ekki í eina mínútu þar áður en snéri aftur til Frakklands þar sem hann fór í aðgerð á hné. Meiðsli hafa verið að plaga framherjann knáa allt frá EM 2016.

Nú segir franski miðillinn frá því að hann muni ganga í raðir  MLS-liðsins Vancouver Whitecaps á tólf mánaða lánssamning. Liðið endaði í áttunda sæti vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni.

Þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila hefur Kolbeinn verið í leikmannahóp íslenska landsliðsins í undanförnum tveimur verkefnum en hann hefur fengið traust Erik Hamrén.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×