Spila bæði um risatitil og toppsætið á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 16:30 Petra Kvitova og Naomi Osaka. Vísir/Samsett/Getty Það verður mikið undir á morgun þegar þær Petra Kvitova frá Tékklandi og Naomi Osaka frá Japan mætast í úrslitaleiknum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Naomi Osaka vann síðasta risamót, Opna bandaríska meistaramótið, í september en tók þá á móti bikarnum með tárin í augunum eftir að Serena Williams hafði misst sig fyrir dómarann. Osaka getur orðið fyrsta konan frá árinu 2001 sem fylgir eftir fyrsta risatitli sínum með því að vinna næsta risamót á eftir. Jennifer Capriati afrekaði það síðasta fyrir átján árum.The world number one ranking will be on the line when Naomi Osaka and Petra Kvitova meet in Saturday's #AusOpen final. Match preview https://t.co/lVP2I3yfbvpic.twitter.com/0mDljYxsPT — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019Sigur Petra Kvitova gæti líka orðið merkilegur því hún væri þá að kóróna endurkomu sína eftir að hafa verið stungin á heimili sínum árið 2016. Kvitova hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og voru þeir báðir á Wimbledon-mótinu. Það er ekki bara risatitill undir því sigurvegarinn mun einnig taka fyrsta sæti heimslistans af Simona Halep. Naomi Osaka var í fjórða sæti á styrkleikalistanum í þessu móti en Petra Kvitova var númer átta. Petra Kvitova, sem er 28 ára, hefur efst komist í annað sætið á heimslistanum og það var fyrir rúmum sjö árum eða í október 2011. Hún var í sjötta sæti á síðasta heimslistanum sem var gefinn út 14. janúar síðastliðinn. Naomi Osaka, sem er 21 árs, er eins og er í fjórða sæti heimslistans og hefur aldrei verið ofar en hún komst þangað fyrst í október síðastliðnum. Úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna fer fram á morgun laugardag en úrslitaleikur karlanna fer fram á sunnudaginn og þar mætast þeir Novak Djokovic frá Serbíu og Rafael Nadal frá Spáni.Vísir/Samsett/Getty Tennis Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Það verður mikið undir á morgun þegar þær Petra Kvitova frá Tékklandi og Naomi Osaka frá Japan mætast í úrslitaleiknum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Naomi Osaka vann síðasta risamót, Opna bandaríska meistaramótið, í september en tók þá á móti bikarnum með tárin í augunum eftir að Serena Williams hafði misst sig fyrir dómarann. Osaka getur orðið fyrsta konan frá árinu 2001 sem fylgir eftir fyrsta risatitli sínum með því að vinna næsta risamót á eftir. Jennifer Capriati afrekaði það síðasta fyrir átján árum.The world number one ranking will be on the line when Naomi Osaka and Petra Kvitova meet in Saturday's #AusOpen final. Match preview https://t.co/lVP2I3yfbvpic.twitter.com/0mDljYxsPT — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019Sigur Petra Kvitova gæti líka orðið merkilegur því hún væri þá að kóróna endurkomu sína eftir að hafa verið stungin á heimili sínum árið 2016. Kvitova hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og voru þeir báðir á Wimbledon-mótinu. Það er ekki bara risatitill undir því sigurvegarinn mun einnig taka fyrsta sæti heimslistans af Simona Halep. Naomi Osaka var í fjórða sæti á styrkleikalistanum í þessu móti en Petra Kvitova var númer átta. Petra Kvitova, sem er 28 ára, hefur efst komist í annað sætið á heimslistanum og það var fyrir rúmum sjö árum eða í október 2011. Hún var í sjötta sæti á síðasta heimslistanum sem var gefinn út 14. janúar síðastliðinn. Naomi Osaka, sem er 21 árs, er eins og er í fjórða sæti heimslistans og hefur aldrei verið ofar en hún komst þangað fyrst í október síðastliðnum. Úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna fer fram á morgun laugardag en úrslitaleikur karlanna fer fram á sunnudaginn og þar mætast þeir Novak Djokovic frá Serbíu og Rafael Nadal frá Spáni.Vísir/Samsett/Getty
Tennis Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira