Lífið

Ofurfyrirsæta í hópi kynna Eurovision-keppninnar í Ísrael

Atli Ísleifsson skrifar
Bar Refaeli, Erez Tal, Assi Azar og Lucy Ayoub varða kynnarnir í ár.
Bar Refaeli, Erez Tal, Assi Azar og Lucy Ayoub varða kynnarnir í ár. Eurovision.tv
Ísraelska ofurfyrirsætan Bar Refaeli verður í hópi fjögurra kynna í lokakeppni Eurovision-keppninnar sem fram fer í Tel Avív í Ísrael í maí næstkomandi.

Frá þessu var greint á vef keppninnar í dag. Auk Refaeli eru þau Erez Tal, Assi Azar og Lucy Ayoub í kynnahópnum.

Hinn 33 Bar Refaeli er margreynd í fyrirsætuheiminum og hefur meðal annars setið fyrir á forsíðu Sports Illustrated. Á síðari árum hefur hún verið tíður gestur á skjám Ísraelsmanna. Þannig stofnaði hún árið 2012 sjónvarpsþáttinn Million Dollar Shooting Star. Þá hefur hún einnig verið kynnir í ísraelsku útgáfu X-Factor. Á árunum 2005 til 2009 var hún í sambandi með bandaríska leikaranum Leonardo di Caprio.

Erez Tal hefur starfaði í sjónvarpi í aldarfjórðung, þar sem hann hefur meðal annars verið kynnir í þáttunum Big Brother og The Vault.

Sjónvarpsmaðurinn Assi Azar hefur meðal annars stýrt þáttunum Rising Star, en Lucy Ayoub hefur vakið mikla athygli fyrir YouTube-rás sína.

Keppnin í Ísrael fer fram dagana, 14., 16. og 18. maí. Söngkonan Netta vann sigur í keppninni í Portúgal á síðasta ári þegar hún söng lagið Toy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.