Mikil fjölgun varð á lekandatilfellum árið 2018. Að því er fram kemur í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis, var lekandi greindur rúmlega 100 sinnum á liðnu ári.
Í fréttabréfinu kemur fram að lekandafaraldurinn sé fyrst og fremst innlendur, eða í allt að 80 prósent tilvika.
Meirihluti þeirra sem greindust á síðasta ári voru karlar eða 84 prósent.
Lekandi er kynsjúkdómur sem getur valdið ófrjósemi. Lekandabakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eru vaxandi vandamál erlendis og „því aðeins tímaspursmál hvenær þær verða það hér á landi“, ritar sóttvarnalæknir.
Mikil fjölgun á lekandatilfellum á síðastliðnu ári
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
