Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur játar sök Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 23:03 Sendibíll mannsins fluttur á brott eftir að hann var handtekinn í október. Vísir/Getty Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00
Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15
Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30