Fjórir handteknir í tengslum við leynilegar upptökur á hótelherbergjum Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. mars 2019 15:25 Suður-kóreskar konur mótmæla stafrænu ofbeldi í Seúl. Getty/Jean Chung Lögreglan í Suður-Kóreu hefur handtekið fjóra menn í tengslum við leynilegar upptökur á um 1600 hótelgestum og fyrir að streyma og dreifa efninu á veraldarvefnum.Samkvæmt suður-kóresku lögreglunni hafði smáum myndavélum verið komið fyrir í sjónvarpstækjum, hárþurrkurum og innstungum í 42 hótelherbergjum á 30 hótelum út um allt landið. Mennirnir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á málinu eru sagðir hafa grætt sjö milljón won, eða rétt rúmar 730.000 íslenskar krónur fyrir dreifingu myndbandanna á vefsíðu sem var hýst í öðru landi, sem þeir opnuðu á síðasta ári, samkvæmt lögreglu. Höfuðpaurarnir tveir í málinu eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisvist, verði þeir sakfelldir. Annar þeirra er sakaður um að hafa komið myndavélunum fyrir eftir að hafa dvalið á hótelunum sem gestur. Hinn er sakaður um að bera ábyrgð á birtingu efnisins og að hafa haldið uppi vefsíðunni sem nú hefur verið lokað. Hinir tveir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu eru sagðir hafa tekið þátt í kaupum á myndavélunum eða að hafa stutt við vefsíðuna með fjármagni. Ólögleg dreifing myndefnis sem tekið er í óleyfi er stórt vandamál í Suður-Kóreu og voru nokkur mótmæli haldin á síðasta ári þar sem þúsundir kvenna mótmæltu og kröfðust aðgerða af hálfu stjórnvalda. Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Lögreglan í Suður-Kóreu hefur handtekið fjóra menn í tengslum við leynilegar upptökur á um 1600 hótelgestum og fyrir að streyma og dreifa efninu á veraldarvefnum.Samkvæmt suður-kóresku lögreglunni hafði smáum myndavélum verið komið fyrir í sjónvarpstækjum, hárþurrkurum og innstungum í 42 hótelherbergjum á 30 hótelum út um allt landið. Mennirnir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á málinu eru sagðir hafa grætt sjö milljón won, eða rétt rúmar 730.000 íslenskar krónur fyrir dreifingu myndbandanna á vefsíðu sem var hýst í öðru landi, sem þeir opnuðu á síðasta ári, samkvæmt lögreglu. Höfuðpaurarnir tveir í málinu eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisvist, verði þeir sakfelldir. Annar þeirra er sakaður um að hafa komið myndavélunum fyrir eftir að hafa dvalið á hótelunum sem gestur. Hinn er sakaður um að bera ábyrgð á birtingu efnisins og að hafa haldið uppi vefsíðunni sem nú hefur verið lokað. Hinir tveir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu eru sagðir hafa tekið þátt í kaupum á myndavélunum eða að hafa stutt við vefsíðuna með fjármagni. Ólögleg dreifing myndefnis sem tekið er í óleyfi er stórt vandamál í Suður-Kóreu og voru nokkur mótmæli haldin á síðasta ári þar sem þúsundir kvenna mótmæltu og kröfðust aðgerða af hálfu stjórnvalda.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43