Breyti titlum starfsfólks til að komast hjá verkfalli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2019 11:02 Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Vísir/getty Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53
Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45