Hrafnhildur tekur sér frí frá þjálfun: „Ætla að prófa að stjórna mínu lífi sjálf“ Benedikt Grétarsson skrifar 11. apríl 2019 20:28 Hrafnhildur Skúladóttir. vísir/ernir Hrafnhildur Skúladóttir viðurkenndi að slæm byrjun ÍBV hefði kostað alla möguleika gegn Fram, þegar Íslandsmeistararnir unnu ÍBV 34-29 og einvígi liðana 3-0. „Þetta er bara það sama og gerist í seinasta leik þegar við hleypum þeim í góða forystu og það er bara hrikalega erfitt að þurfa að elta svona allan leikinn. Við gerum okkur sekar um ömurleg mistök sem við ætluðum að forðast og t.d. einhver 11 hraðupphlaup í andlitið í fyrri hálfleik. Eftirleikurinn varð svo frekar auðveldur fyrir þær,“ sagði Hrafnhildur eftir leik. „Það er flott að skora 29 mörk en á sama tíma er alltof mikið að fá á sig 34 mörk. Þetta var erfitt en liðið var alveg að gefa sig á fullu í þetta og það er jákvætt. Það var engin uppgjöf í stelpunum og það er alltaf gott að sjá sem þjálfari.“ Hrafnhildur ætlar að taka langþráða hvíld frá handbolta, nú þegar þessu tímabili er formlega lokið. „Ég er búin að ákveða að fara í pásu frá þjálfun og setja sjálfa mig og fjölskylduna í fyrsta sæti. Mín framtíð er því ráðin, a.m.k. næsta árið,“ sagði Hrafnhildur. En er ekki von á þessari miklu keppnismanneskju aftur í þjálfun? „Ég vona svo sannarlega að ég snúi aftur seinna í þjálfun. Ég var búin að ákveða eftir að ég hætti að spila að gefa mér sjálfri og ekki síst fjölskyldunni meiri tíma. Handboltinn hefur stjórnað öllu mínu lífi allan minn feril og ég hef aldrei getað skipulagt neitt vegna handboltans. Maður fær júlí sem frímánuð og þá er maðurinn minn að vinna á fullu, þannig að maður er ekkert að skjótast í helgarferð eitthvað eða gera nokkurn skapaðan hlut.“ „Mig hlakkar mikið til að upplifa örlítinn tíma fyrir sjálfa mig og að fá að stjórna sjálfri mér. Eins stjórnsöm og ég er, þá hef ég ekki haft mikla stjórn á mínu eigin lífi,“ sagði Hrafnhildur brosandi að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 34-29 | Fram í úrslit Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir viðurkenndi að slæm byrjun ÍBV hefði kostað alla möguleika gegn Fram, þegar Íslandsmeistararnir unnu ÍBV 34-29 og einvígi liðana 3-0. „Þetta er bara það sama og gerist í seinasta leik þegar við hleypum þeim í góða forystu og það er bara hrikalega erfitt að þurfa að elta svona allan leikinn. Við gerum okkur sekar um ömurleg mistök sem við ætluðum að forðast og t.d. einhver 11 hraðupphlaup í andlitið í fyrri hálfleik. Eftirleikurinn varð svo frekar auðveldur fyrir þær,“ sagði Hrafnhildur eftir leik. „Það er flott að skora 29 mörk en á sama tíma er alltof mikið að fá á sig 34 mörk. Þetta var erfitt en liðið var alveg að gefa sig á fullu í þetta og það er jákvætt. Það var engin uppgjöf í stelpunum og það er alltaf gott að sjá sem þjálfari.“ Hrafnhildur ætlar að taka langþráða hvíld frá handbolta, nú þegar þessu tímabili er formlega lokið. „Ég er búin að ákveða að fara í pásu frá þjálfun og setja sjálfa mig og fjölskylduna í fyrsta sæti. Mín framtíð er því ráðin, a.m.k. næsta árið,“ sagði Hrafnhildur. En er ekki von á þessari miklu keppnismanneskju aftur í þjálfun? „Ég vona svo sannarlega að ég snúi aftur seinna í þjálfun. Ég var búin að ákveða eftir að ég hætti að spila að gefa mér sjálfri og ekki síst fjölskyldunni meiri tíma. Handboltinn hefur stjórnað öllu mínu lífi allan minn feril og ég hef aldrei getað skipulagt neitt vegna handboltans. Maður fær júlí sem frímánuð og þá er maðurinn minn að vinna á fullu, þannig að maður er ekkert að skjótast í helgarferð eitthvað eða gera nokkurn skapaðan hlut.“ „Mig hlakkar mikið til að upplifa örlítinn tíma fyrir sjálfa mig og að fá að stjórna sjálfri mér. Eins stjórnsöm og ég er, þá hef ég ekki haft mikla stjórn á mínu eigin lífi,“ sagði Hrafnhildur brosandi að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 34-29 | Fram í úrslit Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 34-29 | Fram í úrslit Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 11. apríl 2019 20:30