Innlent

Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið

Sighvatur Jónsson skrifar
Nýleg skýrsla Hagfræðistofnun um hvalveiðar hefur verið umdeild.
Nýleg skýrsla Hagfræðistofnun um hvalveiðar hefur verið umdeild. Vísir/Vilhelm
Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefur verið gagnrýnd af ýmsum undanfarið en samkvæmt niðurstöðum hennar er hagkvæmt að auka hvalveiðar Íslendinga.

Doktor Oddgeir Á. Ottesen hagfræðingur vann að skýrslunni. Hann segir að fáir hafi gagnrýnt skýrsluna efnislega. „Í skýrslunni er mat á áhrifum sem veiðar á hvölum myndu hafa ef stofnin yrði 40% minni, það er í rauninni mjög varfærið mat.“

Oddgeir nefnir sem dæmi að varðandi hrefnu hafi eingöngu verið tekið tillit til átu á grunnsævi, ekki úti á sjó. Ýmsa þætti skýrslunnar megi gagnrýna fyrir að hafa verið of varfærna varðandi mat á stöðu mála.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt skýrsluna er Edda Elísabet Magnúsdóttir, aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands. Hún segir staðhæfingu í skýrslunni um að 40% fækkun hvala myndi leiða til tugmilljarða króna aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári, sé órökstudd og röng.

Doktor Oddgeir nefnir í þessu sambandi jákvæð umhverfisáhrif af hvalaskít en bendir á að engar greinar sem um það hafi verið skrifaðar bendi til að það vegi upp á móti áti hvala. Þessum þætti hafa verið sleppt og á móti hafi ekki verið tekið tillit til fæðusamkeppni. Þetta séu dæmi um að mat skýrslunnar sé of varfærið að mörgu leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×