Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 20:30 Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim. Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim.
Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira