Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 12:00 Sergio Ramos og Neymar vinna engar vinsældarkosningar. Þetta var líka mjög erfið vika fyrir þá báða. Samsett/Getty Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. Real Madrid féll út á heimavelli á þriðjudagskvöldið og Paris Saint Germain féll út á heimavelli í gær. Bæði liðin voru í frábærri stöðu eftir góða útisigra í fyrri leiknum en klúðruðu því með eftirminnilegum hætti. Þau áttu það líka sameiginlegt að stærstu stjörnur liðsins voru í upp í stúku. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann en Neymar, stórstjarna PSG, er meiddur. Myndavélarnar voru hins vegar á Ramos í heiðursstúkunni og Neymar á hliðarlínunni þar sem þeir horfðu á skútuna sína stranda í heimahöfn.Wow Ramos last night, Neymar tonight - the football gods have been kind with touchline humiliations for these jokers #PSGMUNpic.twitter.com/87Ue2i90Vm — Joe Michalczuk (@joemichalczuk) March 6, 2019Eins og sjá má dæmi um hér fyrir ofan þá hlakkaði í mörgum vegna ófara þessara tveggja frábæru leikmanna sem báðir teljast vera í hópi þeirra allra bestu í sinni leikstöðu. Þeir eru líka mjög ofarlega á listanum yfir þá óvinsælustu. Neymar hefur ekki unnið sér inn marga aðdáendur vegna leikaraskapar sem fór langt yfir öll velsæmismörk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra. Neymar var heldur ekki að missa af mikilvægum Meistaradeildarleikjum í fyrsta sinn vegna meiðsla og sást skemmta sér á Kjötkveðjuhátíð í Ríó í Brasilíu á meðan liðsfélagar hans voru að undirbúa sig fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Manchester United. Sergio Ramos ætlaði að vera voðalega sniðugur með því að sækja sér gult spjald og taka því leikbann út í „léttum“ seinni leik á móti Ajax svo að hann gæti mætt með hreint borð inn í átta liða úrslitin. UEFA gaf honum einn leik í viðbót í bann og hann sá síðan Real Madrid vörnina hrynja algjörlega án sín. Það eru líka fáir og enginn Liverpool maður búinn að gleyma því hvernig Sergio Ramos fór með Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Ramos jók heldur ekki vinsældir sínar með því að gefa Lionel Messi vænt högg um helgina. Það er því kannski ekkert skrýtið að óvinsælir leikmenn fái að heyra það aðeins frá netverjum eftir þessi miklu vonbrigði. Var einhver að segja karma.This is why I love football. Two days of extraordinary results - the arrogant and disrespectful Madrid and Sergio Ramos gone, and now the odious crybaby Neymar won't get to chest his way to glory. A victory for football.#PSGMUNpic.twitter.com/sfGQgmvAmJ — Mmenyene Akpan (@SportFarmerNG) March 6, 2019Karma really got these dudes on back to back days. Ramos for injuring Salah and Neymar for rolling on the floor 356 times against Mexico in the world cup. #ChampionsLeague#PSGMUNpic.twitter.com/8E0O11xnjo — Man City Top of the League! (@Flobey562) March 6, 2019Both Neymar & Ramos knocked out in 24hrs? This Champions League is a better tournament for that alone!!#PSGMUN#UCLpic.twitter.com/rbkpaoLIh2 — Hakaman (@hakaman) March 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. Real Madrid féll út á heimavelli á þriðjudagskvöldið og Paris Saint Germain féll út á heimavelli í gær. Bæði liðin voru í frábærri stöðu eftir góða útisigra í fyrri leiknum en klúðruðu því með eftirminnilegum hætti. Þau áttu það líka sameiginlegt að stærstu stjörnur liðsins voru í upp í stúku. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann en Neymar, stórstjarna PSG, er meiddur. Myndavélarnar voru hins vegar á Ramos í heiðursstúkunni og Neymar á hliðarlínunni þar sem þeir horfðu á skútuna sína stranda í heimahöfn.Wow Ramos last night, Neymar tonight - the football gods have been kind with touchline humiliations for these jokers #PSGMUNpic.twitter.com/87Ue2i90Vm — Joe Michalczuk (@joemichalczuk) March 6, 2019Eins og sjá má dæmi um hér fyrir ofan þá hlakkaði í mörgum vegna ófara þessara tveggja frábæru leikmanna sem báðir teljast vera í hópi þeirra allra bestu í sinni leikstöðu. Þeir eru líka mjög ofarlega á listanum yfir þá óvinsælustu. Neymar hefur ekki unnið sér inn marga aðdáendur vegna leikaraskapar sem fór langt yfir öll velsæmismörk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra. Neymar var heldur ekki að missa af mikilvægum Meistaradeildarleikjum í fyrsta sinn vegna meiðsla og sást skemmta sér á Kjötkveðjuhátíð í Ríó í Brasilíu á meðan liðsfélagar hans voru að undirbúa sig fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Manchester United. Sergio Ramos ætlaði að vera voðalega sniðugur með því að sækja sér gult spjald og taka því leikbann út í „léttum“ seinni leik á móti Ajax svo að hann gæti mætt með hreint borð inn í átta liða úrslitin. UEFA gaf honum einn leik í viðbót í bann og hann sá síðan Real Madrid vörnina hrynja algjörlega án sín. Það eru líka fáir og enginn Liverpool maður búinn að gleyma því hvernig Sergio Ramos fór með Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Ramos jók heldur ekki vinsældir sínar með því að gefa Lionel Messi vænt högg um helgina. Það er því kannski ekkert skrýtið að óvinsælir leikmenn fái að heyra það aðeins frá netverjum eftir þessi miklu vonbrigði. Var einhver að segja karma.This is why I love football. Two days of extraordinary results - the arrogant and disrespectful Madrid and Sergio Ramos gone, and now the odious crybaby Neymar won't get to chest his way to glory. A victory for football.#PSGMUNpic.twitter.com/sfGQgmvAmJ — Mmenyene Akpan (@SportFarmerNG) March 6, 2019Karma really got these dudes on back to back days. Ramos for injuring Salah and Neymar for rolling on the floor 356 times against Mexico in the world cup. #ChampionsLeague#PSGMUNpic.twitter.com/8E0O11xnjo — Man City Top of the League! (@Flobey562) March 6, 2019Both Neymar & Ramos knocked out in 24hrs? This Champions League is a better tournament for that alone!!#PSGMUN#UCLpic.twitter.com/rbkpaoLIh2 — Hakaman (@hakaman) March 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira