Magnaður hringur hjá Valdísi Þóru sem er efst í Ástralíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 09:30 Valdís Þóra Jónsdóttir fór á kostum í nótt. mynd/LET Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, fór á kostum í nótt á fyrsta hring NSW Open-mótsins sem fram fer í Ástralíu en hún er með þriggja högga forskot á toppnum eftir fyrstu 18 holurnar. Mótið er sameiginlegt verkefni Evrópumótaraðarinnar og áströlsku mótaraðarinnar en evrópska mótaröðin er sú efsta í Evrópu í kvennaflokki. Skagamærin spilaði fyrsta hringinn á átta höggum undir pari en hún fékk fugl strax á níunu braut þar sem að hún hóf leik. Hún bætti strax við öðrum fugli og var komin fjórum undir eftir fimm holur. Í heildina fékk Valdís Þóra sjö fugla, einn örn og einn skolla og spilaði hringinn í heildina á 63 höggum eða átta höggum undir pari vallarins. Næstar á eftir Valdísi Þóru eru Rebecca Artis frá Astralíu og Carmen Alonso frá Spáni en þær spiluðu báðar fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari. Valdís Þóra fer af stað á öðrum hring klukkan 21.30 að íslenskum tíma í kvöld. Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, fór á kostum í nótt á fyrsta hring NSW Open-mótsins sem fram fer í Ástralíu en hún er með þriggja högga forskot á toppnum eftir fyrstu 18 holurnar. Mótið er sameiginlegt verkefni Evrópumótaraðarinnar og áströlsku mótaraðarinnar en evrópska mótaröðin er sú efsta í Evrópu í kvennaflokki. Skagamærin spilaði fyrsta hringinn á átta höggum undir pari en hún fékk fugl strax á níunu braut þar sem að hún hóf leik. Hún bætti strax við öðrum fugli og var komin fjórum undir eftir fimm holur. Í heildina fékk Valdís Þóra sjö fugla, einn örn og einn skolla og spilaði hringinn í heildina á 63 höggum eða átta höggum undir pari vallarins. Næstar á eftir Valdísi Þóru eru Rebecca Artis frá Astralíu og Carmen Alonso frá Spáni en þær spiluðu báðar fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari. Valdís Þóra fer af stað á öðrum hring klukkan 21.30 að íslenskum tíma í kvöld.
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira