Þetta voru fyrstu spurningar Gary Neville, fyrrverandi fyrirliða Manchester United, til Ole Gunnar Solskjær þegar að sparkspekingurinn núverandi tók viðtal við Norðmanninn fyrir beIN-sports eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Hann, eins og fleiri, vill að Solskjær verði ráðinn til frambúðar.
„Þetta var frábært kvöld, ekki satt? Ég ætla bara að gera mitt besta fram á sumarið og sjá svo hvað félagið ákveður að gera,“ svaraði Solskjær hógvær eftir að snúa við 2-0 stöðu úr fyrri leiknum og komast áfram með 3-1 sigri á Prinsavöllum.
„Ég heyri að þú heldur áfram að segja þetta en þetta er bara kvöld sem við verðum að muna eftir. Þetta var Manchester United-andinn. Það var svo frábært að hitta Sir Alex inn í klefa eftir leik. Þetta var geggjað kvöld,“ sagði Solskjær.
Neville sagði Solskjær að það væri augljóst að leikmennirnir elskuðu hann en hógvær Solskjær sagði leikmennina vissulega hafa gaman að honum og þjálfarateymi hans en þetta væri allt liðsvinna.
„Ég held að leikmennirnir njóti þess að spila undir okkar stjórn en við viljum bara að þeir bæti sig og upplifi kvöld eins og þetta. Við gerðum það nú saman hérna á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
How long would you like on your contract?
— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 6, 2019
What do you want your salary to be?
Where would you like your statue?@GNev2 puts the big questions to Ole Gunnar Solskjaer!https://t.co/0OKMYBJ8Ca#beINUCL #UCL #MUFC #PSGMUN pic.twitter.com/drUsFRfbao