Bjarni Ófeigur fór fyrir íslenska liðinu í sigri á Argentínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 15:42 Strákarnir í 21 árs landsliðinu hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á HM. Mynd/HSÍ Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1 Handbolti Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1
Handbolti Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik