Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Aron Guðmundsson skrifar 4. janúar 2025 08:00 Gísli býr í Magdeburg og spilar með handboltaliði bæjarins en hryðjuverk voru framin þar á jólamarkaði í desember síðastliðnum. Vísir/Samsett mynd Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. Innan við tvær vikur eru þar til að Strákarnir okkar hefja leik á heimsmeistaramótinu þar sem að riðill liðsins verður spilaður í Zagreb í Króatíu. Andinn í hópnum er góður og komandi mót leggst vel í Gísla. „Eins og alltaf, gríðarlega vel. Maður reynir að halda í jákvæðnina út janúar, vera svolítið bjartsýnn,“ segir Gísli í samtali við íþróttadeild. Og markmiðin eru skýr fyrir upphaf mótsins en Ísland er í riðli með landsliðum Grænhöfðaeyja, Kúbu og Slóveníu. „Þetta hljómar frekar klisjulega en það er bara að taka einn leik í einu. Einbeita okkur að riðlinum sem við erum í. Reyna að klára hann almennilega. Það er heldur ekkert launungarmál að okkar stærsta prófraun í þeim riðli verður leikurinn við Slóvenana. Þeir eru með frábært lið, með heimsklassa leikmenn. Ég myndi aðallega segja að riðillinn sé það sem við eigum að fókusa fyrst á.“ Sakna Ómars Liðið verður án Ómars Inga Magnússonar, liðsfélaga Gísla Þorgeirs hjá Magdeburg, á HM. Hann glímir við meiðsli. Gísli segir það klárlega högg fyrir liðið og Ómar en hann hefur hins vegar engar áhyggjur af kollega sínum. „Það er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu. Ég hef engar áhyggjur af honum andlega hvað það varðar. Ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði en auðvitað er þetta svakalega leiðinlegt fyrir hann og okkur. Að missa hann.“ Tilviljun að þau voru ekki á markaðnum Gísli býr í Magdeburg með fjölskyldu sinni og hefur upplifað gleðistundir en einnig mikla sorgarstund en fyrir jólin ók maður bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í bænum. Fimm manns létu lítið og um 200 slösuðust. „Þetta er staður sem ég og kærastan mín höfum nánast farið daglega á, hvað þá um jólatíðina. Án þess að vera eitthvað of dramatískur var það bara ákveðin tilviljun sem réði því að við vorum ekki á þessum stað þetta kvöld. Það snertir mann auðvitað gríðarlega djúpt hvað þetta var nálægt manni og að sjá fólk innan bæjarins sem hafði orðið beint fyrir þessari árás, hvort sem það varð fyrir bílnum eða bara einn metra frá því. Það var bara átakanlegt að fylgjast með þessu.“ Magdeburg er í mikilli baráttu bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili og heilt yfir segir Gísli Þorgeir gengi liðsins allt í lagi. „Gæti hafa verið betra. Það er enn allt opið fyrir utan þýska bikarinn. Við erum inni í Meistaradeildinni, inni í þýsku deildinni og einna skemmtilegast er hversu opin deildin er. Hvað það er svakalega mjótt á milli. Þú mátt ekki tapa leik því þá ertu kannski kominn niður í 5.sæti og ef þú vinnur leik ertu kominn í fyrsta. Það er auðvitað bara gríðarlega skemmtilegt. Það er ótrúlega mikið eftir af tímabilinu, maður er bara spenntur fyrir því að takast á við það verkefni að stórmótinu loknu.“ Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Innan við tvær vikur eru þar til að Strákarnir okkar hefja leik á heimsmeistaramótinu þar sem að riðill liðsins verður spilaður í Zagreb í Króatíu. Andinn í hópnum er góður og komandi mót leggst vel í Gísla. „Eins og alltaf, gríðarlega vel. Maður reynir að halda í jákvæðnina út janúar, vera svolítið bjartsýnn,“ segir Gísli í samtali við íþróttadeild. Og markmiðin eru skýr fyrir upphaf mótsins en Ísland er í riðli með landsliðum Grænhöfðaeyja, Kúbu og Slóveníu. „Þetta hljómar frekar klisjulega en það er bara að taka einn leik í einu. Einbeita okkur að riðlinum sem við erum í. Reyna að klára hann almennilega. Það er heldur ekkert launungarmál að okkar stærsta prófraun í þeim riðli verður leikurinn við Slóvenana. Þeir eru með frábært lið, með heimsklassa leikmenn. Ég myndi aðallega segja að riðillinn sé það sem við eigum að fókusa fyrst á.“ Sakna Ómars Liðið verður án Ómars Inga Magnússonar, liðsfélaga Gísla Þorgeirs hjá Magdeburg, á HM. Hann glímir við meiðsli. Gísli segir það klárlega högg fyrir liðið og Ómar en hann hefur hins vegar engar áhyggjur af kollega sínum. „Það er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu. Ég hef engar áhyggjur af honum andlega hvað það varðar. Ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði en auðvitað er þetta svakalega leiðinlegt fyrir hann og okkur. Að missa hann.“ Tilviljun að þau voru ekki á markaðnum Gísli býr í Magdeburg með fjölskyldu sinni og hefur upplifað gleðistundir en einnig mikla sorgarstund en fyrir jólin ók maður bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í bænum. Fimm manns létu lítið og um 200 slösuðust. „Þetta er staður sem ég og kærastan mín höfum nánast farið daglega á, hvað þá um jólatíðina. Án þess að vera eitthvað of dramatískur var það bara ákveðin tilviljun sem réði því að við vorum ekki á þessum stað þetta kvöld. Það snertir mann auðvitað gríðarlega djúpt hvað þetta var nálægt manni og að sjá fólk innan bæjarins sem hafði orðið beint fyrir þessari árás, hvort sem það varð fyrir bílnum eða bara einn metra frá því. Það var bara átakanlegt að fylgjast með þessu.“ Magdeburg er í mikilli baráttu bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili og heilt yfir segir Gísli Þorgeir gengi liðsins allt í lagi. „Gæti hafa verið betra. Það er enn allt opið fyrir utan þýska bikarinn. Við erum inni í Meistaradeildinni, inni í þýsku deildinni og einna skemmtilegast er hversu opin deildin er. Hvað það er svakalega mjótt á milli. Þú mátt ekki tapa leik því þá ertu kannski kominn niður í 5.sæti og ef þú vinnur leik ertu kominn í fyrsta. Það er auðvitað bara gríðarlega skemmtilegt. Það er ótrúlega mikið eftir af tímabilinu, maður er bara spenntur fyrir því að takast á við það verkefni að stórmótinu loknu.“
Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55