Læstu sig inni í hjólhýsi og úðuðu svo á lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 14:35 Lögreglan á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins. vísir/vilhelm Kona á þrítugsaldri og maður á fertugsaldri voru handtekin í gærkvöldi í hjólhýsi á Skagaströnd en lögregla þurfti húsleitarheimild til að komast inn í hjólhýsið og handtaka fólkið þar sem þau sinntu ekki fyrirmælum lögreglu um að opna. Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að fólkið hafi ekki verið vel áttað. Maðurinn streittist á móti handtöku og þá úðaði parið piparúða á lögreglu. Við leit fundust einhverjir tugir gramma af fíkniefnum sem lögregla telur að séu amfetamín og kókaín. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan kom fyrst á staðinn um klukkan sex í gærkvöldi en komst svo inn í hjólhýsið um klukkan 22. „Við fengum upplýsingar um það að bíl hefði verið stolið í Reykjavík og hann væri jafnvel á Skagaströnd. Svo sást hann á Skagaströnd í gær og þá var bara keyrt á málið. Þau læstu sig inni í hjólhýsinu og hleyptu okkur ekki inn þrátt fyrir að við værum búin að berja þar í nokkra klukkutíma. Við fengum svo heimild til þess að fara inn, húsleitarheimild hjá héraðsdómi Norðurlands vestra. Þau voru þarna inni í hjólhýsinu og við þurftum að ryðjast inn. Þau úðuðu á móti okkur með piparúða en við héldum að það væri gas,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan braut því rúður á hjólhýsinu af ótta við að það yrði gassprenging. Vilhjálmur segir að ekki hafi enn verið tekin skýrsla af fólkinu en að það verði gert síðar í dag. Þau eru grunuð um þjófnað en ætlað þýfi fannst í hjólhýsinu. Þá eru þau grunuð um vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni. Að auki fundust fíkniefni eins og áður segir og tæki á og áhöld til fíkniefnaneyslu. Lögreglumál Skagaströnd Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Kona á þrítugsaldri og maður á fertugsaldri voru handtekin í gærkvöldi í hjólhýsi á Skagaströnd en lögregla þurfti húsleitarheimild til að komast inn í hjólhýsið og handtaka fólkið þar sem þau sinntu ekki fyrirmælum lögreglu um að opna. Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að fólkið hafi ekki verið vel áttað. Maðurinn streittist á móti handtöku og þá úðaði parið piparúða á lögreglu. Við leit fundust einhverjir tugir gramma af fíkniefnum sem lögregla telur að séu amfetamín og kókaín. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan kom fyrst á staðinn um klukkan sex í gærkvöldi en komst svo inn í hjólhýsið um klukkan 22. „Við fengum upplýsingar um það að bíl hefði verið stolið í Reykjavík og hann væri jafnvel á Skagaströnd. Svo sást hann á Skagaströnd í gær og þá var bara keyrt á málið. Þau læstu sig inni í hjólhýsinu og hleyptu okkur ekki inn þrátt fyrir að við værum búin að berja þar í nokkra klukkutíma. Við fengum svo heimild til þess að fara inn, húsleitarheimild hjá héraðsdómi Norðurlands vestra. Þau voru þarna inni í hjólhýsinu og við þurftum að ryðjast inn. Þau úðuðu á móti okkur með piparúða en við héldum að það væri gas,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan braut því rúður á hjólhýsinu af ótta við að það yrði gassprenging. Vilhjálmur segir að ekki hafi enn verið tekin skýrsla af fólkinu en að það verði gert síðar í dag. Þau eru grunuð um þjófnað en ætlað þýfi fannst í hjólhýsinu. Þá eru þau grunuð um vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni. Að auki fundust fíkniefni eins og áður segir og tæki á og áhöld til fíkniefnaneyslu.
Lögreglumál Skagaströnd Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58