Borgarstjóri vísar skrifum Hringbrautar til föðurhúsanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 12:00 Dagur segir fréttaskrif á Hringbraut gróflega villandi og röng. FBL/ERNIR Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, birti í gærkvöldi færslu á Facebook þar sem hann vísar á bug fréttaflutningi Hringbrautar um að hann hafi fengið gefins boðsmiða á tónleikahátíðina Secret Solstice fyrir hátt í hálfa milljón króna. Segir hann framsetningu Hringbrautar villandi og til þess fallna að gera hluti viljandi tortryggilega. Forsaga málsins er sú að á mánudag birtist á vef Hringbrautar frétt þar sem fram kom að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi fengið miða að gjöf fyrir allt að 450 þúsund krónur og ekki skráð þá í hagsmunaskráningu. Sama dag sendu forsvarsmenn Secret Solstice frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðust harma villandi fréttaflutning“ í tengslum við aðgöngumiða borgarstjóra. Forsvarsmenn hátíðarinnar vildu veita honum aðgang að öllum svæðum hátíðarinnar og því hafi hann fengið svokallaðan „Artist Gold“ passa sem voru ekki til almennrar sölu. Hringbraut lagði miða borgarstjóra hins vegar að jöfnu við svokallaðan „Óðinsmiða.“ Handhafar slíkra miða fengu frían mat og drykk á meðan hátíðinni stóð sem og aðgang að VIP svæðum. Þeir segja samanburðinn fjarstæðukenndan.Hátíðin hafi farið vel fram og öryggisgæsla staðið sig Í Facebook-færslu um málið segir Dagur fréttaflutning Hringbrautar heldur fjarri því sem satt er. Hann hafi verið á ættarmótin helgina sem hátíðin fór fram og ekki séð fram á að komast á hátíðina yfir höfuð. Hann hafi síðan komið í bæinn síðdegis á sunnudeginum og ákveðið að líta við síðasta kvöld hátíðarinnar. Ekki síst þar sem margir höfðu lýst áhyggjum sínum af framkvæmd hátíðarinnar. „Pétur aðstoðarmaður minn heyrði því í skipuleggjendum sem hittu mig í hliðinu. Við fengum listamanna-armbönd, sannarlega ekki vegna trompet-ferils míns í lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts heldur til þess að við gætum farið um allt svæði, líka baksviðs,“ segir í færslu borgarstjóra. Hann segir sér hafa verið vel tekið af framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Víkingi Heiðari Arnórssyni, sem sýndi honum skipulag og fyrirkomulag á svæðinu, sem Dagur segir hafa verið metnaðarfullt. Eins segir Dagur öryggisgæsluna hafa gætt vel að armbandinu hans, sem hafi ekki verið í almennri sölu, þegar hann fór á milli staða hátíðinni. „[Armböndin] var alls ekki hægt að kaupa. Hvað þá fyrir hálfa milljón. Ég var ánægður að hafa farið þótt aðeins hafi rignt. Fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og félagsmiðstöðvastarfsfólki sem ég rakst á á röltinu bar saman um að hátíðin hefði farið vel fram og verið til fyrirmyndar,“ segir Dagur jafnframt í færslunni. Segir skrif Hringbrautar til þess fallin að tortryggja hátíðarheimsóknina Borgarstjóri spyr í niðurlagi færslu sinnar úr hvaða átt skrif Hringbrautar komi þá og svarar því sjálfur í næstu andrá. „Jú, í því skyni að gera þessa heimsókn mína á hátíðina tortryggilega leggur Hringbraut þessi listamanna-armbönd að jöfnu við svo kallaða Óðins-miða sem mér skilst að hafi verið dýrustu miðarnir sem hægt var að kaupa inn á hátíðina. Slíkir miðar kostuðu sannarlega á annað hundrað þúsund krónur og giltu fyrir aðgang að öllu svæðinu, ásamt öllum þeim mat og drykk sem viðkomandi gat í sig látið á allri þriggja daga hátíðinni,“ segir Dagur, og bætir við að fréttaflutningur Hringbrautar sé „gróflega villandi“ og beinlínis rangur. Borgarstjóri segir það að blanda listamannaarmböndum sem notast var við eina kvöldstund til þess að komast um hátíðarsvæðið við dýrustu miðana á þriggja daga tónlistarhátíð ekki aðeins vera hæpið, heldur út í hött. „Mér finnst sjálfsagt að gera ríkar kröfur til stjórnmálamanna en það hlýtur líka að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu að rétt sé farið með í skrifum um þeirra störf, rétt eins og í allri annarri umræðu,“ segir Dagur að lokum. Fjölmiðlar Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Borgarfulltrúar fengu frímiða til að sinna eftirlitsskyldu Öllum kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar bauðst að fá aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice samkvæmt samningi. 15. júlí 2019 22:26 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, birti í gærkvöldi færslu á Facebook þar sem hann vísar á bug fréttaflutningi Hringbrautar um að hann hafi fengið gefins boðsmiða á tónleikahátíðina Secret Solstice fyrir hátt í hálfa milljón króna. Segir hann framsetningu Hringbrautar villandi og til þess fallna að gera hluti viljandi tortryggilega. Forsaga málsins er sú að á mánudag birtist á vef Hringbrautar frétt þar sem fram kom að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi fengið miða að gjöf fyrir allt að 450 þúsund krónur og ekki skráð þá í hagsmunaskráningu. Sama dag sendu forsvarsmenn Secret Solstice frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðust harma villandi fréttaflutning“ í tengslum við aðgöngumiða borgarstjóra. Forsvarsmenn hátíðarinnar vildu veita honum aðgang að öllum svæðum hátíðarinnar og því hafi hann fengið svokallaðan „Artist Gold“ passa sem voru ekki til almennrar sölu. Hringbraut lagði miða borgarstjóra hins vegar að jöfnu við svokallaðan „Óðinsmiða.“ Handhafar slíkra miða fengu frían mat og drykk á meðan hátíðinni stóð sem og aðgang að VIP svæðum. Þeir segja samanburðinn fjarstæðukenndan.Hátíðin hafi farið vel fram og öryggisgæsla staðið sig Í Facebook-færslu um málið segir Dagur fréttaflutning Hringbrautar heldur fjarri því sem satt er. Hann hafi verið á ættarmótin helgina sem hátíðin fór fram og ekki séð fram á að komast á hátíðina yfir höfuð. Hann hafi síðan komið í bæinn síðdegis á sunnudeginum og ákveðið að líta við síðasta kvöld hátíðarinnar. Ekki síst þar sem margir höfðu lýst áhyggjum sínum af framkvæmd hátíðarinnar. „Pétur aðstoðarmaður minn heyrði því í skipuleggjendum sem hittu mig í hliðinu. Við fengum listamanna-armbönd, sannarlega ekki vegna trompet-ferils míns í lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts heldur til þess að við gætum farið um allt svæði, líka baksviðs,“ segir í færslu borgarstjóra. Hann segir sér hafa verið vel tekið af framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Víkingi Heiðari Arnórssyni, sem sýndi honum skipulag og fyrirkomulag á svæðinu, sem Dagur segir hafa verið metnaðarfullt. Eins segir Dagur öryggisgæsluna hafa gætt vel að armbandinu hans, sem hafi ekki verið í almennri sölu, þegar hann fór á milli staða hátíðinni. „[Armböndin] var alls ekki hægt að kaupa. Hvað þá fyrir hálfa milljón. Ég var ánægður að hafa farið þótt aðeins hafi rignt. Fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og félagsmiðstöðvastarfsfólki sem ég rakst á á röltinu bar saman um að hátíðin hefði farið vel fram og verið til fyrirmyndar,“ segir Dagur jafnframt í færslunni. Segir skrif Hringbrautar til þess fallin að tortryggja hátíðarheimsóknina Borgarstjóri spyr í niðurlagi færslu sinnar úr hvaða átt skrif Hringbrautar komi þá og svarar því sjálfur í næstu andrá. „Jú, í því skyni að gera þessa heimsókn mína á hátíðina tortryggilega leggur Hringbraut þessi listamanna-armbönd að jöfnu við svo kallaða Óðins-miða sem mér skilst að hafi verið dýrustu miðarnir sem hægt var að kaupa inn á hátíðina. Slíkir miðar kostuðu sannarlega á annað hundrað þúsund krónur og giltu fyrir aðgang að öllu svæðinu, ásamt öllum þeim mat og drykk sem viðkomandi gat í sig látið á allri þriggja daga hátíðinni,“ segir Dagur, og bætir við að fréttaflutningur Hringbrautar sé „gróflega villandi“ og beinlínis rangur. Borgarstjóri segir það að blanda listamannaarmböndum sem notast var við eina kvöldstund til þess að komast um hátíðarsvæðið við dýrustu miðana á þriggja daga tónlistarhátíð ekki aðeins vera hæpið, heldur út í hött. „Mér finnst sjálfsagt að gera ríkar kröfur til stjórnmálamanna en það hlýtur líka að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu að rétt sé farið með í skrifum um þeirra störf, rétt eins og í allri annarri umræðu,“ segir Dagur að lokum.
Fjölmiðlar Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Borgarfulltrúar fengu frímiða til að sinna eftirlitsskyldu Öllum kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar bauðst að fá aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice samkvæmt samningi. 15. júlí 2019 22:26 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Borgarfulltrúar fengu frímiða til að sinna eftirlitsskyldu Öllum kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar bauðst að fá aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice samkvæmt samningi. 15. júlí 2019 22:26