Hvað gæti gerst við hækkun hita á jörðinni um nokkrar gráður? Bjarni Már Bjarnason skrifar 17. júlí 2019 10:30 Fæstir átta sig á hve einnar gráðu hækkun hitastigs á jörðinni hefur mikil áhrif. Til samanburðar var fyrir 22.000 árum kuldaskeið á jörðu og urðu þá hitabreytingar sem voru -4 stig en þá lá ís yfir norðurhveli og náði alla leið suður til New York. Ef hitinn fer í +4 stiga hitun þá verður hann óbærilegur og eyðimerkur ná yfir 75% jarðar. Mannkynið hefur um það bil einn áratug til að umbreyta heimshagkerfinu til að koma í veg fyrir slíkar hamfarir. Í dag finnum við fyrir veðrabreytingum og hærri hita. Samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu er von á heitasta sumri sögunnar á meginlandinu. Afleiðingarnar verða hærri dánartíðni, mikill uppskerubrestur, fleiri sinu- og skógareldar, og ofsaveður sem orsakar miklar breytingar á umhverfinu.Við 1 gráðu hitun eins og hún er í dag Afleiðingarnar sjáum við aðallega í veðrabreytingum og fréttum af útdauða dýrategunda. Dýrategundir lenda í útrýmingarhættu, breytingar verða í jurtaríkinu og margra tegundir lifa þær ekki af. Miklar breytingar eru í hafinu, með hitun og súrnun sem orsakar dauða kóralrifa, skeldýra og sjávarplantna, og einnig eru fisktegundir í útrýmingarhættu. Hafið tekur við 90% af hitun jarðar og er undirstaða lífs á jörðu. Ísinn á norðurhveli jarðar bráðnar afar hratt og þá truflast jafnvægið á hita sjávar sem hefur síðan veruleg áhrif á vistkerfi hafsins. Það stefnir í fordæmalausar breytingar á sjávarlífi jarðar. Eftir um 10 ár finnum við mikið fyrir þessum breytingum þar sem margföldunaráhrifin eru hröð. Eftir 30 ár eru aðstæðurnar orðnar mjög alvarlegar og eftir 50 ár gætu þær verið orðnar stjórnlausar. Við verðum að gera mjög róttækar breytingar strax, alls ekki seinna en innan við 5 til 10 ára. Annars stefnum við örugglega í 2 gráðu hitun og jafnvel í 3 gráðu hitun.Við 1,5 gráðu hitun Vísindasamfélagið telur nauðsynlegt að heimurinn haldi sér undir 1,5 gráðum til að varðveita lífvænlega plánetu. Mikil neysla mannsins hefur bein áhrif á loftslagskreppuna, Ef neyslan heldur áfram í núverandi mynd, mun hún nánast tvöfaldast milli áranna 2017 og 2050. Maðurinn verður að takmarka neysluna um 50% fyrir árið 2030 og 80% fyrir 2050. Það mun krefjast breytinga á þjónustu og því hvernig vörur eru framleiddar í dag. Það stefnir í efnahagslegt hrun og öll hagkerfi heimsins eins og við þekkjum þau í dag munu snarbreytast eða hrynja. Mörg fyrirtæki munu leggja upp laupana og kapítalisminn hrynur. Lífsgæði verða ekki lengur reiknuð út frá hagvexti. Þetta verður spurning um líf eða dauða. Einstaklingar geta gert margt með því að minnka neyslu og neyslan verður að vera sjálfbær. En það eru einungis stjórnvöld sem geta komið um kring þeim ógnvænlegu breytingum sem þarf að gera og beita þarf neyðarlögum. Það þarf að snardraga úr og fljótlega að hætta vinnslu kola, jarðolíu og gass, en þessi jarðefni knýja um 80% af orkugjöfum mannsins. Einnig þarf að loka öllum verksmiðjum og fyrirtækjum sem menga og auka koltvísýring í andrúmsloftinu. Það eru um 100 fyrirtæki sem bera sök á helmingi af öllum útblæstri í heiminum í dag. Öll hernaðarframleiðsla þarf að hætta. Á Íslandi eru 6 stórfyrirtæki sem menga mest og nýta 80% af raforku landsins. Talið er að 90% dýrategunda hverfi við Ísland innan 50 ára.Við 2 gráðu hitun Óafturkræfur skaði og við förum að missa alla stjórn á aðstæðum. Allir jöklar hverfa eftir 80 til 100 ár og sjávarmál hækkar gífurlega. Hafstraumar breytast og þá gæti kólnað á norðurhveli jarðar. Miklar hamfarir verða, svo hundruð milljóna manna fara á vergang. Stríð, farsóttir og hungur hrjá mannfólkið og milljónir deyja. Veldisvöxtur (vex í hlutfalli við stærð sína) gerist mjög hratt og áhrifin á vistkerfið margfaldast.Við 3 gráðu hitun Miklir þurrkar sem drepa skóga og lífríki jarðar, vistkerfi þolir ekki þessar breytingar og það hrynur.Við 4 gráðu hitun Heimur sem fer yfir 4 gráðu hita verður nær óbyggilegur. Eyðimerkur ná um flest svæði suðurhvels jarðar eða um 70% lands á plánetunni. Við erum að lenda í stríði við okkur sjálf. Neyðarástand mun skapast miklu fyrr en nokkur getur ímyndað sér og við stöndum á hengiflugi eftir nokkur ár. Við erum að deyða allt lífríki jarðar á ógnarhraða. Þetta ferli er komið af stað og verður óstöðvandi innan fárra ára. Stór hluti af öllu lífi getur þurrkast út á næstu 50 til 100 árum. Þó að við Íslendingar séum fámennir, þá gætum við sýnt öðrum þjóðum fordæmi og gert það sem gera þarf á næstu árum. Til að það sé hægt væri hyggilegast að stofna róttæka hreyfingu eða umhverfisflokk fyrir næstu kosningar og komast í valdaaðstöðu. Best væri að fá vísindamenn og umhverfissinna, sem almenningur gæti treyst, til þess að taka við stjórninni, vinna saman og gera það sem gera þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Fæstir átta sig á hve einnar gráðu hækkun hitastigs á jörðinni hefur mikil áhrif. Til samanburðar var fyrir 22.000 árum kuldaskeið á jörðu og urðu þá hitabreytingar sem voru -4 stig en þá lá ís yfir norðurhveli og náði alla leið suður til New York. Ef hitinn fer í +4 stiga hitun þá verður hann óbærilegur og eyðimerkur ná yfir 75% jarðar. Mannkynið hefur um það bil einn áratug til að umbreyta heimshagkerfinu til að koma í veg fyrir slíkar hamfarir. Í dag finnum við fyrir veðrabreytingum og hærri hita. Samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu er von á heitasta sumri sögunnar á meginlandinu. Afleiðingarnar verða hærri dánartíðni, mikill uppskerubrestur, fleiri sinu- og skógareldar, og ofsaveður sem orsakar miklar breytingar á umhverfinu.Við 1 gráðu hitun eins og hún er í dag Afleiðingarnar sjáum við aðallega í veðrabreytingum og fréttum af útdauða dýrategunda. Dýrategundir lenda í útrýmingarhættu, breytingar verða í jurtaríkinu og margra tegundir lifa þær ekki af. Miklar breytingar eru í hafinu, með hitun og súrnun sem orsakar dauða kóralrifa, skeldýra og sjávarplantna, og einnig eru fisktegundir í útrýmingarhættu. Hafið tekur við 90% af hitun jarðar og er undirstaða lífs á jörðu. Ísinn á norðurhveli jarðar bráðnar afar hratt og þá truflast jafnvægið á hita sjávar sem hefur síðan veruleg áhrif á vistkerfi hafsins. Það stefnir í fordæmalausar breytingar á sjávarlífi jarðar. Eftir um 10 ár finnum við mikið fyrir þessum breytingum þar sem margföldunaráhrifin eru hröð. Eftir 30 ár eru aðstæðurnar orðnar mjög alvarlegar og eftir 50 ár gætu þær verið orðnar stjórnlausar. Við verðum að gera mjög róttækar breytingar strax, alls ekki seinna en innan við 5 til 10 ára. Annars stefnum við örugglega í 2 gráðu hitun og jafnvel í 3 gráðu hitun.Við 1,5 gráðu hitun Vísindasamfélagið telur nauðsynlegt að heimurinn haldi sér undir 1,5 gráðum til að varðveita lífvænlega plánetu. Mikil neysla mannsins hefur bein áhrif á loftslagskreppuna, Ef neyslan heldur áfram í núverandi mynd, mun hún nánast tvöfaldast milli áranna 2017 og 2050. Maðurinn verður að takmarka neysluna um 50% fyrir árið 2030 og 80% fyrir 2050. Það mun krefjast breytinga á þjónustu og því hvernig vörur eru framleiddar í dag. Það stefnir í efnahagslegt hrun og öll hagkerfi heimsins eins og við þekkjum þau í dag munu snarbreytast eða hrynja. Mörg fyrirtæki munu leggja upp laupana og kapítalisminn hrynur. Lífsgæði verða ekki lengur reiknuð út frá hagvexti. Þetta verður spurning um líf eða dauða. Einstaklingar geta gert margt með því að minnka neyslu og neyslan verður að vera sjálfbær. En það eru einungis stjórnvöld sem geta komið um kring þeim ógnvænlegu breytingum sem þarf að gera og beita þarf neyðarlögum. Það þarf að snardraga úr og fljótlega að hætta vinnslu kola, jarðolíu og gass, en þessi jarðefni knýja um 80% af orkugjöfum mannsins. Einnig þarf að loka öllum verksmiðjum og fyrirtækjum sem menga og auka koltvísýring í andrúmsloftinu. Það eru um 100 fyrirtæki sem bera sök á helmingi af öllum útblæstri í heiminum í dag. Öll hernaðarframleiðsla þarf að hætta. Á Íslandi eru 6 stórfyrirtæki sem menga mest og nýta 80% af raforku landsins. Talið er að 90% dýrategunda hverfi við Ísland innan 50 ára.Við 2 gráðu hitun Óafturkræfur skaði og við förum að missa alla stjórn á aðstæðum. Allir jöklar hverfa eftir 80 til 100 ár og sjávarmál hækkar gífurlega. Hafstraumar breytast og þá gæti kólnað á norðurhveli jarðar. Miklar hamfarir verða, svo hundruð milljóna manna fara á vergang. Stríð, farsóttir og hungur hrjá mannfólkið og milljónir deyja. Veldisvöxtur (vex í hlutfalli við stærð sína) gerist mjög hratt og áhrifin á vistkerfið margfaldast.Við 3 gráðu hitun Miklir þurrkar sem drepa skóga og lífríki jarðar, vistkerfi þolir ekki þessar breytingar og það hrynur.Við 4 gráðu hitun Heimur sem fer yfir 4 gráðu hita verður nær óbyggilegur. Eyðimerkur ná um flest svæði suðurhvels jarðar eða um 70% lands á plánetunni. Við erum að lenda í stríði við okkur sjálf. Neyðarástand mun skapast miklu fyrr en nokkur getur ímyndað sér og við stöndum á hengiflugi eftir nokkur ár. Við erum að deyða allt lífríki jarðar á ógnarhraða. Þetta ferli er komið af stað og verður óstöðvandi innan fárra ára. Stór hluti af öllu lífi getur þurrkast út á næstu 50 til 100 árum. Þó að við Íslendingar séum fámennir, þá gætum við sýnt öðrum þjóðum fordæmi og gert það sem gera þarf á næstu árum. Til að það sé hægt væri hyggilegast að stofna róttæka hreyfingu eða umhverfisflokk fyrir næstu kosningar og komast í valdaaðstöðu. Best væri að fá vísindamenn og umhverfissinna, sem almenningur gæti treyst, til þess að taka við stjórninni, vinna saman og gera það sem gera þarf.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun