Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Sylvía Hall skrifar 26. mars 2019 21:10 Yale er mjög eftirsóttur skóli en aðeins 6,7% umsækjenda fá inngöngu. Vísir/Getty Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Háskólinn er talinn vera á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum. Mútugreiðslan er sögð tengjast umfangsmikilli svikamyllu sem snerist um að koma börnum fólks inn í ákveðna háskóla gegn greiðslu. Fyrirtækið sem stóð að þessu útvegaði fólk til þess að taka inntökupróf í háskóla eða skráði börnin á íþróttastyrk þrátt fyrir að þau væru ekki íþróttamenn.Sjá einnig: „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Nemandinn sem um ræðir hafði verið tekinn inn á þeim forsendum að hann hafi átt að spila með fótboltaliði skólans en fyrrum þjálfari liðsins, Rudy Meredith, er sagður hafa fengið tæplega 50 milljónir króna fyrir. Meredith sagði upp störfum í nóvember á síðasta ári vegna tengsla sinna við svikamylluna. Hann er sagður hafa útvegað tveimur nemendum íþróttastyrki, einum hafi verið veitt innganga í skólann en hinum hafi verið hafnað. Hann hafi vitað að hvorugur spilaði fótbolta. Á síðasta ári kom alríkislögreglan í Bandaríkjunum upp um aðra mútugreiðslu sem þjálfarinn fór fram á vegna málsins sem sneri að öðrum nemenda og hljóðaði sú greiðsla upp á tæplega 55 milljónir króna. Meredith mætir fyrir dómara seinna í vikunni vegna málsins. Bandaríkin Tengdar fréttir John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Háskólinn er talinn vera á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum. Mútugreiðslan er sögð tengjast umfangsmikilli svikamyllu sem snerist um að koma börnum fólks inn í ákveðna háskóla gegn greiðslu. Fyrirtækið sem stóð að þessu útvegaði fólk til þess að taka inntökupróf í háskóla eða skráði börnin á íþróttastyrk þrátt fyrir að þau væru ekki íþróttamenn.Sjá einnig: „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Nemandinn sem um ræðir hafði verið tekinn inn á þeim forsendum að hann hafi átt að spila með fótboltaliði skólans en fyrrum þjálfari liðsins, Rudy Meredith, er sagður hafa fengið tæplega 50 milljónir króna fyrir. Meredith sagði upp störfum í nóvember á síðasta ári vegna tengsla sinna við svikamylluna. Hann er sagður hafa útvegað tveimur nemendum íþróttastyrki, einum hafi verið veitt innganga í skólann en hinum hafi verið hafnað. Hann hafi vitað að hvorugur spilaði fótbolta. Á síðasta ári kom alríkislögreglan í Bandaríkjunum upp um aðra mútugreiðslu sem þjálfarinn fór fram á vegna málsins sem sneri að öðrum nemenda og hljóðaði sú greiðsla upp á tæplega 55 milljónir króna. Meredith mætir fyrir dómara seinna í vikunni vegna málsins.
Bandaríkin Tengdar fréttir John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37
Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03
Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42