Rólegur dagur eftir sprengjuregn í nótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. mars 2019 20:00 Ísraelskir hermenn aðhafast nærri landamærum Gaza. EPA/Atef Safadi Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10