Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 15:06 Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum., segir greinandi hjá Capacent. Vísir/Vilhelm „Þetta var eiginlega eina sem var í boði fyrir kröfuhafa. Ef það átti að bjarga einhverju þá var það að breyta þessu í hlutafé,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, um ákvörðun kröfuhafa WOW að breyta skuldum í hlutafé í félaginu. Kröfuhafarnir hafa samþykkt að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur er á meðal þeirra að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Snorri segir að stóra spurningin sem standi eftir sé hversu hratt félaginu mun ganga að safna þessum fimm milljörðum sem vantar upp á.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.„Það þarf að gerast mjög hratt,“ segir Snorri sem býst við því að það gæti verið nú um mánaðamótin, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. „Það er búið að taka tvær vélar af þeim og þeir geta ekki flogið lengur til Gatwick. En maður vonar að þetta fari allt saman vel. Þetta er skref í áttina en það á alveg eftir að loka þessu. Stóra spursmálið er hvort þeim takist það, það yrði frábær árangur hjá þeim ef þeim tekst að ná í þessa fimm milljarða. Maður vonar að þeim takist það fyrir almannahag,“ segir Snorri. Spurður hvar hægt sé að sækja fimm milljarða í dag í rekstur WOW þá býst hann við því að reynt verði að sækja þá erlendis. Hann segir það hafi ekki verið traustvekjandi að sjá hvað fjármunir úr skuldabréfaútboðinu entust stutt, staðan virtist mun verri en félagið gaf upp og langur tími samningaviðræðna við Indigo var ekki til þess fallinn að auka tiltrú. „Manni finnst það ekki sérlega traustvekjandi,“ segir Snorri. „Ég reikna með að það yrði leitað erlendis eftir fjármagni. Ég veit ekki hversu mikla lyst lífeyrissjóðirnir hafa á svona mikilli áhættufjárfestingu. Menn verða að vera alveg viðbúnir að tapa öllum fimm milljörðunum sem þeir leggja í þetta.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
„Þetta var eiginlega eina sem var í boði fyrir kröfuhafa. Ef það átti að bjarga einhverju þá var það að breyta þessu í hlutafé,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, um ákvörðun kröfuhafa WOW að breyta skuldum í hlutafé í félaginu. Kröfuhafarnir hafa samþykkt að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur er á meðal þeirra að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Snorri segir að stóra spurningin sem standi eftir sé hversu hratt félaginu mun ganga að safna þessum fimm milljörðum sem vantar upp á.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.„Það þarf að gerast mjög hratt,“ segir Snorri sem býst við því að það gæti verið nú um mánaðamótin, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. „Það er búið að taka tvær vélar af þeim og þeir geta ekki flogið lengur til Gatwick. En maður vonar að þetta fari allt saman vel. Þetta er skref í áttina en það á alveg eftir að loka þessu. Stóra spursmálið er hvort þeim takist það, það yrði frábær árangur hjá þeim ef þeim tekst að ná í þessa fimm milljarða. Maður vonar að þeim takist það fyrir almannahag,“ segir Snorri. Spurður hvar hægt sé að sækja fimm milljarða í dag í rekstur WOW þá býst hann við því að reynt verði að sækja þá erlendis. Hann segir það hafi ekki verið traustvekjandi að sjá hvað fjármunir úr skuldabréfaútboðinu entust stutt, staðan virtist mun verri en félagið gaf upp og langur tími samningaviðræðna við Indigo var ekki til þess fallinn að auka tiltrú. „Manni finnst það ekki sérlega traustvekjandi,“ segir Snorri. „Ég reikna með að það yrði leitað erlendis eftir fjármagni. Ég veit ekki hversu mikla lyst lífeyrissjóðirnir hafa á svona mikilli áhættufjárfestingu. Menn verða að vera alveg viðbúnir að tapa öllum fimm milljörðunum sem þeir leggja í þetta.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira