Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Smári Jökull Jónsson skrifar 28. maí 2019 20:31 Srdjan Tufegdzig. Vísir/Ernir Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. „Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Tufa í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“ Mjólkurbikarinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. „Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Tufa í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“
Mjólkurbikarinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira