Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. maí 2019 19:00 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún.
Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45
Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30